Eyþór sigraði í Bolaöldu

3846991172_3976cd7bb7
Eyþór Reynisson sigraði í gær. Fleiri myndir á www.dalli.is

Eyþór Reynisson gerði sér lítið fyrir og sigraði í síðustu umferð Íslandsmótsins í Bolaöldu í gær. Eyþór er aðeins 16 ára gamall og ekur á minna hjóli en þeir sem hafa verið í baráttunni í Opna flokknum. Eyþór var í öðru sæti í öllum þremur motounum en keppinautar hans voru ekki eins stöðugir og því fór sem fór. Eyþór er líklega sá yngsti sem vinnur Íslandsmeistarakeppni í motocrossi.

 1. Eyþór Reynisson    22+22+22=66
 2. Einar Sverrir Sigurðarson 20+20+25=65
 3. Aron Ómarsson    15+25+20=60  Íslandsmeistari
 4. Gunnlaugur Karlsson 25+18+14=57
 5. Ásgeir Elíasson    16+16+16=48

Aron Ómarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir fyrsta motoið þar sem hann var með gott forskot fyrir þessa keppni. Hann átti möguleika á að vinna sumarið með fullt hús stiga eftir að hafa unnið öll 12 motoin sem búin voru en það náðist ekki að þessu sinni. Aron féll a.m.k. tvisvar í fyrsta motoinu og náði aðeins fimmta sæti en það var Gunnlaugur Karlsson sem vann sitt fyrsta moto á ferlinum. Einar S. Sigurðarson náði að sigra síðasta mótó ársins í titilvörn sinni en það dugði ekki til eins og áður sagði.

Úrslit í öðrum  flokkum

MX-2

 1. Eyþór Reynisson
 2. Heiðar Grétarsson
 3. Viktor Guðbergsson Íslandsmeistari

85cc flokkur

 1. Guðmundur Kort  Íslandsmeistari
 2. Guðbjartur Magnússon
 3. Haraldur Örn Haraldsson

85 flokkur kvenna

 1. Guðfinna Gróa Pétursdóttir
 2. Ásdís Elva Kjartansdóttir Íslandsmeistari

Opinn kvennaflokkur

 1. Karen Arnardóttir
 2. Aníta Hauksdóttir Íslandsmeistari
 3. Sandra Júlíusdóttir

B-flokkur

 1. Pétur Haukur Loftsson
 2. Unnar Sveinn Helgason
 3. Ástþór Reynir Guðmundsson Íslandsmeistari

B-flokkur 40+

 1. Haukur Þorsteinsson Íslandsmeistari
 2. Sigurður Hjartar
 3. Hrafnkell Sigtryggsson

MX-Unglingaflokkur

 1. Hákon Andrason
 2. Björgvin Jónsson
 3. Bjarki Sigurðsson Íslandsmeistari

Nánari úrslit hér

Skildu eftir svar