Vefmyndavél

Chad Reed meistari í Ameríku

Reed brosir útí bæði

Reed brosir útí bæði

Í maí áttu ekki margir von á að Chad Reed myndi verða Ameríkumeistari í motocrossi. Reed hafði tekið sér tveggja ára frí frá keppni í motocrossi og einbeitt sér að supercrossinu.  Tveimur vikum fyrir tímabilið ákvað hann að taka þátt og keppinautar eins og Ryan Villopoto og Mike Alessi voru miklu líklegri til sigurs. Þeir meiddust báðir snemma á tímabilinu og þetta hefur verið nokkuð auðvelt fyrir Reed síðan. Reed hefur áður unnið tvo supercross titla en í bæði skiptin voru helstu keppinautar hans meiddir.

Um helgina í Budds Creek náði hann að vinna keppnina og er með 103 stiga forskot þegar 100 stig eru í boði í síðustu tveimur keppnunum. Davi Millsaps náði að vinna sitt fyrsta moto á ferlinum en það dugði honum skammt.

1 comment to Chad Reed meistari í Ameríku

Leave a Reply