Umhverfisnefnd óskar eftir GPS hnituðum slóðum

Umhverfisnefnd VÍK sótti fjölmennan fundi um utanvega akstur. Að fundinum stóðu Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga hafa væntanlega heyrt um nefnd sem á að koma með tillögur að nýtingu vega/slóða, eða með öðrum orðum ákveða hvað er vegur og hvað ekki. Landmælingar og vegagerðin hafa verið dugleg undanfarin ár að gps mæla vegi og slóða (þó ekki slóðana sem við förum). Félagsmenn 4×4 hafa einnig verið duglegir að safna „trökkum“ (gps leiðum) af þeim slóðum og vegum sem þeir fara um og væntanlega munu þau gögn renna í þetta verkefni, jeppamönnum til góðs. Einnig veit ég að einhverjir hjólamenn eru að trakka slóða og leitast umhverfisnefndin því eftir samstarfi við hjólamenn um söfnun þeirra trakka sem við höfum nú þegar. Við erum að leita að gögnum um vegi, slóða, einstígi, þjóðleiðir og allt annað sem við erum að fara, jafnt á láglendi sem hálendi. Það sem við getum ekki notað eru gps punktar af OFF-ROAD akstri af skiljanlegum ástæðum. Margar af þeim leiðum sem hjólamenn erum að fara eru trúnaðarmál þeirra sem þær fara. Því verða gögnin meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekkert sent frá nefndinni nema með fullu samþykki þeirra sem eiga gögnin. Þeir sem vilja hjálpa okkar með þessa söfnun geta haft samband við Jakob (892-1373) eða sent mér trökkin beint í geokobbi@simnet.is. P.S. Nefndin á að skila af sér 1. des 2004 og því höfum við enn nokkurn tíma til að undirbúa baráttuna fyrir slóðunum okkar.
Umhverfisnefnd

Skildu eftir svar