MXGP um síðustu helgi

Það var tvöfaldi heimsmeistarinn Michael Picon á Honda sem sigraði overall í MX1 um helgina. Hann keyrði snilldarvel, og eftir að Everts á Yamaha datt í fyrra mótoinu átti hann auðvelt með að landa þeim sigri, þá kláruðu Jörgensem á Honda annar og Strjibos á Suzuki þriðji, en Everts vann sig upp í sjötta. Seinna mótoið átti Stjibos framanaf, hörkuakstur en Everts pressaði hann þar til að hann varð að gefa eftir , Everts var þá í fyrsta og Pichon keyrði af öryggi í mark í öðru sæti, enda viss með overall sigur. Þriðji var svo Steve Ramon á KTM. Þannig að overall úrslit voru 1. Pichon, 2. Everts og 3. Ramon.
Í MX2 var það svo Tyla Rattray á KTM sem varð fyrstur með 2-4, annar varð fyrrverandi 125cc heimsmeistarinn Mickael Maschio á Kawasaki með 5-2, og þriðji Jeff Dement á Honda 4-3.

Skildu eftir svar