Vefmyndavél

Flott lokakeppni hjá æfingahópnum í dag

FullSizeRenderÞað var flottur hópur sem mætti í lokakeppnina hjá æfingakrökkunum í Bolaöldu í kvöld. Veðrið lék ekki beint við keppendur og foreldra en sem betur kom alveg þokkalegt veður inn á milli élja og aðstæður voru því hreint ekki sem verstar á köflum. Keppendur létu hins vegar veðrið sig engu máli skipta. Það var keppni framundan og það var það eina sem skipti máli. Samtals voru 11 keppendur mættir sem keyrðu tvö 10 mínútna moto í 85 brautinni í alls kyns aðstæðum.

65 flokkinn sigraði  Júlíus Davíðsson í öðru sæti varð Guðjón Guðmundsson og Ingvar Einarsson lenti í þriðja sæti. Í 85 flokki varð Eiður Orri í fyrsta sæti, í öðru sæti varð Guðlaugur Árnason og Borgþór hafnaði í þriðja sæti. Í kvennaflokki var einn keppandi, Salka Sól kom sá og sigraði sinn flokk með glæsibrag. Lesa meira af Flott lokakeppni hjá æfingahópnum í dag

Krakkakeppni í dag

Pálmar fór uppí braut áðan og tók stöðuna og sagði að bratuin væri í góðu lagi þannig að keppnin verður í dag.  Mæting er kl:17:30 10410551_10203027935313895_8463676123069397020_nfyrir alla og byrjum við stundvíslega kl:18:05.  Verðlaunaafhending verður eftir keppnina en grillið frestast fram á sunnudag.

Á sunnudag byrjum við æfingar inni í reiðhöllinni, frítt fyrir alla á fyrsta æfinguna, Pétur verður með grill og það verður grillað eftir æfinguna.  Mæting kl:17:00 fyrir 50/65 og kl:18:00 fyrir 85. Hlökkum til að sjá sem flesta.

kv

Gulli og Helgi

 

 

 

KRAKKAKEPPNI FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Eins og flestir hafa tekið eftir er óveður úti og líklegt er að veðrið sé enn verra í Bolaöldu. Því ætlum við að fresta keppninni sem átti að vera á eftir. Við ætlum að stefna á að hafa keppnina á fimmtudag, þar sem veðurspáin, eins og staðan er í dag, góð. Plan C er þá að keppnin verði haldin á laugardag.

Mæting á fimmtudag er þá eins og átti að vera í dag, kl 17:30 og byrja strax að hita upp. Keppnin hefst svo á slaginu 18.

Hlökkum til að sjá sem flesta á fimmtudag!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Sumarslútt og inniæfingar í Reiðhöllinni

Næstkomandi mánudag verður síðasta krakkakeppnin í sumar haldin í Bolaöldu. Mæting er fyrir ALLA kl 17:30 því við ætlum að byrja keppnina kl 18:00. Pétur Snæland ætlar að vera á grillinu og munu allir fá verðlaunapening að keppni lokinni.

Æfingar byrja svo í Reiðhöllinni sunnudaginn 5. október og verður 50/65cc kl 17 og 85cc kl 18. Verð fram að áramótum verður 25.000 kr, en einnig er hægt að kaupa stakan mánuð fyrir 10.000 kr.

Hlökkum til að sjá sem flesta á mánudaginn og svo í Reiðhöllinni í kjölfarið!

Gulli og Helgi Már

Fögur er hlíðin.

Síðast liðinn laugardag var haldin seinasta MX keppni sumarsins. Við það tækifæri var þessi mynd fest á filmu ( reyndar kubb )

Það yljar okkur VÍK fólki alltaf um hjartaræturnar að sjá fullt af fólki á svæðinu okkar. Takk fyrir komuna. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur.

10395822_698956196824835_2665993854391407663_n

 

Síðasta keppnin í Íslandsmótinu í motokrossi var haldin í Bolaöldu í gær

Eyþór Reynisson er Íslandsmeistari í MX Open og MX2 flokki árið 2014!

Eyþór Reynisson er Íslandsmeistari í MX Open og MX2 flokki árið 2014!

Úrslitin í Íslandsmótinu í motokrossi réðust í fimmtu og síðustu umferðinni sem fór fram í brautinni í Bolaöldu í gær. Veðrið var eins og best var á kosið, smá gola, hlýtt og þurrt. Á föstudeginum og aðfararnótt laugardags rigndi hressilega þannig að rakastigið í brautinni var eins og það gat best verið. Fjöldi keppenda var tæplega 70 manns sem er með mesta móti þetta sumarið og gaman að þetta margir skyldu skrá sig í þessa síðustu keppni sumarsins.

Eyþór Reynisson gerði engin mistök í MX Open/MX2 flokki og sigraði tvöfalt eftir gríðarlega öruggan akstur og landaði þar með verðskulduðum Íslandsmeistaratitli í báðum flokkum. Guðbjartur Magnússon varð annar í gær og Sölvi Borgar Sveinsson endaði í þriðja sæti í MX Open. Í kvennaflokki kom það engum á óvart að Anita Hauksdóttir ynni bæði moto og yrði þar með Íslandsmeistari í kvennaflokki með yfirburðum.

Anita Hauksdóttir er Íslandsmeistari kvenna í motokrossi árið 2014

Anita Hauksdóttir er Íslandsmeistari kvenna í motokrossi árið 2014

 

Lesa meira af Síðasta keppnin í Íslandsmótinu í motokrossi var haldin í Bolaöldu í gær

Síða 35 af 940« Fyrsta...20...3334353637...4060...Síðasta »