Vefmyndavél

Sumarslútt og inniæfingar í Reiðhöllinni

Næstkomandi mánudag verður síðasta krakkakeppnin í sumar haldin í Bolaöldu. Mæting er fyrir ALLA kl 17:30 því við ætlum að byrja keppnina kl 18:00. Pétur Snæland ætlar að vera á grillinu og munu allir fá verðlaunapening að keppni lokinni.

Æfingar byrja svo í Reiðhöllinni sunnudaginn 5. október og verður 50/65cc kl 17 og 85cc kl 18. Verð fram að áramótum verður 25.000 kr, en einnig er hægt að kaupa stakan mánuð fyrir 10.000 kr.

Hlökkum til að sjá sem flesta á mánudaginn og svo í Reiðhöllinni í kjölfarið!

Gulli og Helgi Már

Leave a Reply