BOLAÖLDUBRAUT OPNUNARTÍMAR

Opnunartímar í sumar verða auglýstir hér á síðunni og fara eftir veðri og aðstæðum.

OPIÐ Í DAG miðvikudag 17:00 – 22:00

OPIÐ Á MORGUN (11.06.15)  fimtudag 17:00 – 22:00

Lokað föstudag

Opið laugardag og sunnudag 10:00 – 18:00  ATH húsið ekki opið um helgina.

Neðra slóðasvæði og Jósefdalur opinn.  Bruggaradalur og efra svæðið er LOKAÐ.

MINNUM OG ÍTREKUM Á AÐ MIÐA ÞARF Í MX BRAUTIR SEM OG Í SLÓÐA.

ÁRSKORTIN ERU FRÁBÆR KOSTUR.

Formleg opnun Bolaöldubrautar er í dag.

Loksins fengum við vætu í brautina til að hægt sé að opna.

Opnum kl 18:00 í dag. Opið til 22:00.

Bolaalda
Bolaalda

ATH: þar sem brautin er ný-búin að fara í gegnum viðamiklar breytingar þá er ansi líklegt að það komi upp eitthvað af hnullungum. Mikið væri nú gott ef ökumenn stoppuðu við steinana, sem þeir annars myndu keyra á og detta, taka upp og henda út fyrir braut. Það gerir brautina svo miklu skemmtlegri.

OG SVO ÞAÐ SEM ÞARF AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI AÐ ÍTREKA::::: MIÐI ER EKKI MÖGULEIKI HELDUR SKYLDA. Árskortin eru að sjálfsögðu lang best.

Slóðar á neðra svæði og í Jósefsdal eru líka opnir. ATH þar er einnig miðaskilda.

BRUGGARADALUR OG EFRA SVÆÐIÐ ER LOKAÐ VEGNA AURBLEYTU.

 

BOLAÖLDUBRAUT ER LOKUÐ.

Því miður getum við ekki opnað stóru MX brautina í Bolaöldu. Ástæðan er þurkur.  🙁

Við erum ekki komin með vökvunarkerfið í gangið, vonumst til að það græjist sem fyrst.

Barnabrautin er opin og væntanlega getum við opnað neðra slóða svæðið nú um helgina.

Bolaalda 1.6

 

MIÐALAUSIR Í BRAUT. ER ÞAÐ VIRKILEGA TALIÐ EÐLILEGT?

Í gær opnuðum við Bolalödubraut eftir mikla og óeigingjarna sjálfboðavinnu frá Pétri og Össa. Sem og nokkur hundruð þúsund króna kostnað vegna ýtu og gröfuvinnu. Í gær auglýstum við opnun á brautinni og þar var ítrekað með að miðalausum yrði vísað frá og settir í bann.

Nema hvað!!!!!!!! Í gær var einstaklingur tekinn miðalaus, ekki bara það, heldur sagði hann “ ÆTLAÐI BARA AÐ PRUFA BRAUTINA“

Hvernig í ósköpunum dettur fólki það í hug að hægt sé að halda úti brautum ef ökumenn telja síðan ekki þörf á að borga brautargjöldin?

Flest, ef ekki öll félög, sem eru að halda úti brautum bjóða upp á mjög sanngjörn brautargjöld og líka upp á enn sanngjarnari árskort. Ef það er áhugi fyrir að halda sportinu gangandi þá verða allir iðkendur að taka þátt í kostnaðinum.

Nýtið ykkur árskortin ef ykkur finnst of mikil fyrirhöfn að koma við á bensístöðinni til að kaupa miða.

Farið inn á þenna tengil HÉR til að kaupa árskort.

 

FH Stjórnar VÍK

Ólafur Þ Gíslason

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. BOLAÖLDUBRAUT OPNAR Í DAG.

Loksins er komið að því að MX brautin í Bolaöldu opnar eftir meiriháttar endurbætur. Pétur Smára og Össi eru búnir að leggja nótt við dag til að gera brautina spennandi fyrir alla. Höfðu meira að segja varla tíma fyrir Klausturskeppnina!!!

ATH að brautin verður bara opin í DAG til að sjá hvernig breytingarnar virka.

OPIÐ: 18:00 – 22:00 í dag. Almenn opnun verður auglýst síðar.

Miðar eru seldir í Olís við rauðavatn eða í Litlu Kaffistofunni. Miðalausum verður umsvifalaust vísað af svæðinu og settir í bann.

Pétur Smára verður með lista yfir árskortshafa ( FYRIR ÞÁ SEM EKKI HAFA FENGIÐ ÁRSKORTIÐ TIL SÍN. )

Boló 1.6 5Bolaalda 1.6Boló 1.6 3

Úrslit úr Krakkakeppni Klaustri

Hér fyrir neðan eru úrslit úr krakkakeppninni á Klaustri 2015.

1 Arnar Ingi Júlíusson

2 Eiður Orri Pálmarsson

3 Víðir Tristan Víðisson

4 Oliver Click

5 Sindri Blær Jónsson

6 Hafþór Hafsteinsson

7 Hafsteinn Elvar Aðalsteinsson

8 Máni Pétursson

9 Símon Orri Jóhannsson

10 Sævar Elí Jóhannsson

11Unnar Birkir Árnason

12 Ólafur Jónsson

13 Bjarki Steinn Gunnarsson

14 Eiður Örn Arnórsson

15 Tristan Sölvi Jóhannsson

16 Mathías Emil Jóhannesson

17 Alexander Adam Cuc

18 Ragna Sól Karlsdóttir

19 Jóhannes Adolf Gunnsteinsson

 

Við þökkum foreldrum og öðrum sem hjálpuðu til við þetta og vonumst til að sjá sem flesta aftur 2016.

Bolalada