MIÐALAUSIR Í BRAUT. ER ÞAÐ VIRKILEGA TALIÐ EÐLILEGT?

Í gær opnuðum við Bolalödubraut eftir mikla og óeigingjarna sjálfboðavinnu frá Pétri og Össa. Sem og nokkur hundruð þúsund króna kostnað vegna ýtu og gröfuvinnu. Í gær auglýstum við opnun á brautinni og þar var ítrekað með að miðalausum yrði vísað frá og settir í bann.

Nema hvað!!!!!!!! Í gær var einstaklingur tekinn miðalaus, ekki bara það, heldur sagði hann “ ÆTLAÐI BARA AÐ PRUFA BRAUTINA“

Hvernig í ósköpunum dettur fólki það í hug að hægt sé að halda úti brautum ef ökumenn telja síðan ekki þörf á að borga brautargjöldin?

Flest, ef ekki öll félög, sem eru að halda úti brautum bjóða upp á mjög sanngjörn brautargjöld og líka upp á enn sanngjarnari árskort. Ef það er áhugi fyrir að halda sportinu gangandi þá verða allir iðkendur að taka þátt í kostnaðinum.

Nýtið ykkur árskortin ef ykkur finnst of mikil fyrirhöfn að koma við á bensístöðinni til að kaupa miða.

Farið inn á þenna tengil HÉR til að kaupa árskort.

 

FH Stjórnar VÍK

Ólafur Þ Gíslason

Skildu eftir svar