MotoMos opnar á Skírdag kl.13

Brautin hjá MotoMos verður opnuð á Skírdag, 5 apríl kl.13 og verður hún opin til kl.18 sama dag.  Var gripið nánast fullkomið í

Frá opnun MotoMos í fyrra

brautinni í gær hjá þeim sem fengu að fara nokkrar prufuhringi.  Þangað til er brautin LOKUÐ þar sem enn er verið að vinna í henni og þurfa þeir sem það gera að fá frið til slíkra verka.  Brautin er mjög skemmtileg þar sem hún liggur þannig í landslaginu sem gerir hana mjög áhugaverða fyrir notendur fyrir utan að það myndast í henni „röttar“ sem gerist ekki í öllum brautum.  Miðar í brautina eru seldir í N1 í Mosfellsbæ.  Miðaverð er óbreytt og hefur verið svo síðustu ár.  MotoMos bendir fólki á hagræðið í því að vera með árskort sem veitir fólki aðgang á öllum stundum á auglýstum opnunartíma félagsins.

Sú nýlunda verður tekin upp í sumar að mynd verður tekin af öllum þeim sem teknir verða miðalausir og birt á vef félagsins og facebook síðu.  Má þar með sanni segja að þeir sem gera slíkt hangi upp á „wall of shame“.  Miðalausir verða umsvifalaust vísað úr braut og geta átt hættu á banni frá svæðinu.

Sólbrekka í yfirhalningu

Sólbrekka verður tekin í gegn á morgun þriðjudag og fram til klukkan 17 á miðvikudag.
Eftir það verður allt geggjað!

Sólbrekka ágæt miðað við árstíma

Nokkur fjöldi var í Sólbrekku í dag. Brautin var þurr og hörð en svo pollar í henni einnig. Miðað við árstíma má segja að hún hafi verið fín.

Bolaalda 1. Apríl

Mynd tekin í Bolaöldubraut í dag. Brautin er ekki tilbúin til notkunar og því síður eru enduro slóðarnir nothæfir.

Vonandi verður hægt að fara með jarðýtu í MX brautina eftir ca 1/2 mánuð.

Slóðakerfið er LOKAÐ þangað til annað verður auglýst. Vinsamlegast virðið það.

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Motocross námskeiðin fara nú að byrja aftur og verður fyrsta námskeiðið mánudaginn 2.apríl kl.17 19:00-21:00. (Pláss er fyrir 4 í viðbót í apríl.)

Kennari er Gylfi Freyr #9

Á námskeiðunum er farið yfir allt sem tengist motocrossi.

Til að tryggja að allir fái góða leiðsögn og bæti sig sem mest er takmarkaður fjöldi á námskeiðin, aðeins 8 manns í hóp.

Námskeiðin eru fyrir alla aldurshópa.
Kennt verður öllum helstu brautum í kringum Rvk (Sólbrekkubraut, Þorlákshöfn, Bolöldu, Motomos og Álfsnesi).
Lesa áfram Gylfi með motocross námskeið í sumar

Tikynning frá VÍFA

Vélhjóla íþróttafélag Akranes er með sína heimasíðu á Fésbókinni. Tengill hér.

Gamla síðan hefur verið lögð niður.

Stjórn VÍFA.

Bolalada