MotoMos opnar á Skírdag kl.13

Brautin hjá MotoMos verður opnuð á Skírdag, 5 apríl kl.13 og verður hún opin til kl.18 sama dag.  Var gripið nánast fullkomið í

Frá opnun MotoMos í fyrra

brautinni í gær hjá þeim sem fengu að fara nokkrar prufuhringi.  Þangað til er brautin LOKUÐ þar sem enn er verið að vinna í henni og þurfa þeir sem það gera að fá frið til slíkra verka.  Brautin er mjög skemmtileg þar sem hún liggur þannig í landslaginu sem gerir hana mjög áhugaverða fyrir notendur fyrir utan að það myndast í henni „röttar“ sem gerist ekki í öllum brautum.  Miðar í brautina eru seldir í N1 í Mosfellsbæ.  Miðaverð er óbreytt og hefur verið svo síðustu ár.  MotoMos bendir fólki á hagræðið í því að vera með árskort sem veitir fólki aðgang á öllum stundum á auglýstum opnunartíma félagsins.

Sú nýlunda verður tekin upp í sumar að mynd verður tekin af öllum þeim sem teknir verða miðalausir og birt á vef félagsins og facebook síðu.  Má þar með sanni segja að þeir sem gera slíkt hangi upp á „wall of shame“.  Miðalausir verða umsvifalaust vísað úr braut og geta átt hættu á banni frá svæðinu.

Skildu eftir svar