Greinasafn fyrir flokkinn: Supercross

Íslenskt Súpercross

Ég á mér draum um íslenskan Supercross vetur! Væri það ekki ótrúlega svalt ef að við hefðum aðstæðu til að æfa innanhús á veturnar. Ef að við gætum keyrt á „mini“ Supercrossbraut eða það sem ameríkanarnir kalla Arenacross. Við þurfum ekki risa höll til þess að þetta gæti orðið að veruleika …sjá meira
Kv, Ingi / MotoXskólinn

Ný braut á Egilsstöðum

Egilsstaðabúar hafa opnað nýja braut og er hún eins og þeir segja 15 wúpsar í röð, 2faldir og 3faldir pallar, geggjað stuð. Þannig að ef einhverjir ætla að fara austur í sumarfrí er tilvalið að taka hjólið með sér
Upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma í síma 660-7979 Kristdór Þór

Brautin

Hörku stemmning á Champions

Yfir 40 manns voru mættir í gærkvöldi á Champions til að horfa á supercrossið.  Myndaðist hörku stemming og skemmtu menn sér vel.

Yfir 40 manns á Supercross

Dúndur þáttaka er í Minneapolis ferðinni á SuperCrossið 15. febrúar.  Rúmlega 40 manns eru búnir að staðfesta og er enn smá möguleiki að bæta við sætum.  Farið er út 13. feb. á fimmtudegi og flogið heim 17. feb. á mánudagskvöldi og lent í Keflavík á þriðjudagsmorgunn.  Keppnin fer fram 15. feb. og opnar Metrodome höllin kl. 12:30 fyrir æfingar en „showið“ er frá kl. 19:00 til 22:15. Hópur manna er frá Ólafsvík og ætla þeir á NBA körfuboltaleik á föstudags eða sunnudagskvöldið.  Allir aðal gaurarnir frá Selfossi eru búnir að skrá sig ásamt fjölda góðra manna og kvenna.
Ef þið ætlið ekki að missa af þessu er möguleiki til mánudagsins 13. jan. að staðfesta í ferðina.  Allar nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla S:586-2800 og 893-2098

Supercross ferð til Minneapolis

28 manns er skráðir í 4 daga ævintýraferð á SuperCross sem fram fer í Minneapolis 15. febrúar. Hópurinn fer utan á fimmtudeginum 13. feb. kl. 16:50 og gistir í miðbæ Minneapolis á Millenium Hótelinu. Keppnin fer fram á laugardagskvöld 15. feb. og hefst kl: 19:00 og stendur til 22:15 einnig er möguleiki til að fylgjast með æfingum á laugardeginum frá kl: 13:00 Keppnin er haldin í Metrodome höllinni sem er rétt hjá hótelinu og má reikna með u.þ.b. 70.000 manns. Íslendingahópurinn flýgur svo heim á mánudeginum 17. feb. kl. 18:55 og lendir í Keflavík að morgni 18. feb. Enn er smá möguleiki að bætast í hópinn en verðið er 56.160,- á mann miðað við tvo í herbergi. Innifalið er flug + flugvallarskattar og hótel í 4 nætur. $35 kostar svo á keppnina. Nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla í síma 586-2800 og 893-2098

McGrath hættur!

Samkv. www.cyclenews.com er það staðfest að kallinn er búinn á því!
ST