Yfir 40 manns á Supercross

Dúndur þáttaka er í Minneapolis ferðinni á SuperCrossið 15. febrúar.  Rúmlega 40 manns eru búnir að staðfesta og er enn smá möguleiki að bæta við sætum.  Farið er út 13. feb. á fimmtudegi og flogið heim 17. feb. á mánudagskvöldi og lent í Keflavík á þriðjudagsmorgunn.  Keppnin fer fram 15. feb. og opnar Metrodome höllin kl. 12:30 fyrir æfingar en „showið“ er frá kl. 19:00 til 22:15. Hópur manna er frá Ólafsvík og ætla þeir á NBA körfuboltaleik á föstudags eða sunnudagskvöldið.  Allir aðal gaurarnir frá Selfossi eru búnir að skrá sig ásamt fjölda góðra manna og kvenna.
Ef þið ætlið ekki að missa af þessu er möguleiki til mánudagsins 13. jan. að staðfesta í ferðina.  Allar nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla S:586-2800 og 893-2098

Skildu eftir svar