Greinasafn fyrir flokkinn: Krakkar

Fréttir fyrir alla sem eru yngri en 16 ára

Krakkakross í Reiðhöllinni næsta sunnudag kl. 17

Um næstu helgi ætlar VÍK að gera tilraun með að leigja Reiðhöllina í Víðidal fyrir æfingu yngstu ökumannanna okkar. Við fáum Reiðhöllina á leigu í tvo tíma frá kl. 17 – 19. Gulli og Helgi Már sem hafa verið að þjálfa krakkana munu sjá um að skipuleggja tímann en ef það verða margir sem mæta þurfa þeir að skipta tímanum upp eftir getu og hjólastærð. Æfingin er bara fyrir minnstu hjólin 50-65cc og 85 cc.img_17921
Þessi fyrsti tími verður ókeypis en ef vel tekst til og áhugi er fyrir hendi munum við bæta þessum tíma inn í motokrossæfingar krakkanna. Það er því um að gera ef menn hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur að koma með krakkana og leyfa þeim að hjóla inni og taka létta æfingu með strákunum á sunnudaginn. Við hvetjum svo alla hina til að koma og fylgjast með æfingunni.

Foreldrar!!! Börnin eru á ykkar ábyrgð.

Enn og aftur kom upp tilfelli í Bolaöldu þar sem barn fer í stóru brautina og hefur hvorki kunnáttu né færni í að hjóla þar. Það eru þrjár brautir á svæðinu. Ein er fyrir algjöra byrjendur og börn á litlum hjólum, ein er fyrir 60 – 150cc barna og unglinga hjól, þar geta byrjendur á stærri hjólunum líka farið og síðast en ekki síst er stóra brautin fyrir stóru hjólin og þá sem eru vanir á 85cc og 150cc hjólunum.

Vefnum barst þessi ábending eftir helgina.

„Hæ, það mætti benda á að það þurfi að merkja betur hver akstursstefnan er i brautinni og minna à að foreldrar eiga ekki að hleypa òvönum ökum að keyra þarna, það munaði engu að það yrði stòrslys à palli þar sem ungur ökumaður á crf 230 eða 150 sneri öfugt í brautinni mv akstursstefnu“ kv Robbi #69″

Foreldrar!!!! Leyfið börnum ykkar ekki að fara í stóru brautina ef þau hafa ekki getu til þess. Það getur orðið stórslys ef þau lenda fyrir hraðari ökumönnum á stóru hjólunum. Látið börnin hjóla í viðeigandi braut. Það er á ykkar ábyrgð hvað börnin eru að gera á hjólunum.

Stjórnin.

Inniæfingar fyrir yngstu ökumennina

Komiði sæl og takk kærlega fyrir skemmtilegt sumar.

Nú er loks komið á hreint að VÍK mun standa fyrir þrekæfingum fyrir krakkana sem voru á æfingunum í sumar. Inniæfingar munu hefjast þann 1. október í íþróttasal Selásskóla. Æfingarnar munu verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 17-18

Verð fyrir þessar æfingar er 15.000 kr. fyrir tímabilið október-desember og 18.000 frá janúar og út apríl.

Námskeiðið er ætlað krökkum sem stunda eða hafa áhuga á motocrossi. Þetta er gert til þess að krakkar sem eru að hjóla fá að kynnast, hittast og leika sér saman í íþróttasal. Á námskeiðunum verður farið í leiki, gerðar þrekæfingar ásamt því að horft verður á kennslumyndbönd um motocross.

Kennarar á þessum námskeiðum verða þeir sömu og voru með námskeiðin í sumar, þeir Gulli og Helgi Már.

Smellið á lesa meira til að skrá ykkur

Lesa áfram Inniæfingar fyrir yngstu ökumennina

Púkamót MotoMos afstaðið.

puk1
Frá MotoMos

Við viljum þakka frábæra þátttöku í púkamóti MotoMos um síðustu helgi, þar sem að krakkarnir sýndu frábæra takta og hrikalega harða baráttu og greinilegt að framtíðin er björt fyrir Íslenskt motocross.  Í raun og veru voru allir sigurvegarar þennan dag.

Motmos vill sérstaklega þakka Kela, Einari Bjarna, Dodda, Bínu og Helga (VÍK) fyrir hjálpina.

Einnig viljum við þakka Lexa sem bauð keppendum og fjölskyldum þeirra upp á grillaðar pylsur, og Púkinn.com fyrir verðlaunin.

Vonumst til að geta haldið svipað mót aftur fljótlega.  Sverrir var á svæðinu og tók myndir, hægt að sjá www.motosport.is

Brautin er í frábæru standi, hvetjum alla til að fara hjóla, muna eftir miðum á N1 í Mosó.

Púkadagur á Ljósanótt

Krakkar hafið þið áhuga á að taka þátt í sýningarakstri ?
Laugardaginn 5 sept kl. 11.00 verðum við með sýningarakstur barna yngri en 12 ára á vélhjólum og fjórhjólum fyrir neðan SBK húsið á malarsvæðinu hjá smábátahöfninni í Keflavík
Keyrt verður í 2-3 flokkum 50cc, 65 cc og 80cc fer eftir þáttöku.
Allir þáttakendur fá viðurkenningu.
Þetta er liður í kynningu á sportinu og vorum við einnig með á síðasta ári og tókst mjög vel.
Nú er um að gera að vera með og skrá sig. Muna að hafa hjólin skráð og tryggð eins og þau eiga að vera og mæta í fullum öryggisbúnaði.
Skráning hafin á rm250cc@simnet.is og erlavalli@hotmail.com og lýkur á fimmtudag á miðnætti.

Kveðja
Púkadeild VÍR