Fundum lyktina en ekki bragðið

Fyrir síðustu helgi lofaði ísinn góðu.  Þeir alhörðustu voru mættir upp á vötnin kvöld eftir kvöld og farnir að ganga út á hratt frjósandi vötnin.  Á fimmtudagskvöldið var kominn 7-10 cm þykkur ís á Hvaleyrarvatni og lofaði allt góðu en þá byrjaði að snjóa.  Menn voru vel bjartsýnir og þeir sem gerðu sér ekki grein fyrir einangrunar-áhrifum snjósins enduðu á kafi í vatninu og mun Böggi á KTM200 seint gleyma því.  Menn fundu þó ís á grunnri tjörn við Nesjavallaveginn, 7-10 sm þykkur ísinn en eftir 1 klst akstur var búið að spóla niður úr.  Menn gátu þó leikið sér í nokkra klukkutíma.
Húsvíkingar eru víst með aðalgræjuna.  Toyota pickup með snjótönn framaná.  Þeir fara út á vatn sem heitir Botnsvatn og ryðja sér bara leið.
Nú er allur snjór að hverfa og spurning hvort hjólamenn verði bænheyrðir á næstu dögum og fái langan og góðan frostkafla.

Skildu eftir svar