Vefmyndavél

Fyrsta Ís-cross keppni ársins

VÍH hefur fengið úthlutuðu leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til að halda ís-cross keppni á Hvaleyrarvatni í byrjun febrúar.  Við erum að sjálfsögðu háðir frosti og veðri en leyfi hefur fengist fyrir 2, 3, 9 og 10 febrúar.  Keppnin mun fara fram laugardaginn 2 febrúar ef frost og veður leyfir en annars frestast fram á sunnudaginn 3 febrúar eða frestast um eina viku.
Á þessari stundu liggja ekki endanlegar reglur fyrir en verið er að vinna í þeim.  Gera má ráð fyrir að keppt verði í tveimur flokkum.  Verksmiðjuframleidd nagladekk með að hámarki 350 nöglum í dekki og síðan opnum flokki með að hámarki 600 nöglum í dekki.  Ekkert hefur hinsvegar fengist staðfest á þessari stundu hvað reglur og fyrirkomulag varðar.
Nánari upplýsingar birtast síðar.

Leave a Reply