Greinasafn fyrir flokkinn: Íscross

Akstur á frosnum vötnum

Skráning í Íscross

Opnað verður fyrir skráningu í fyrstu Íscross keppnina á árinu í kvöld hér á vefnum.  Skráningarfrestur mun renna út þriðjudaginn 29. jan. klukkan 21.  Náist ekki nægileg þáttaka mun keppnin verða flautuð af en lágmarkskeppandafjöldi er 30 manns.

Keppnisreglur tilbúnar

Þar sem engar keppnisreglur voru til fyrir Íscross hefur VÍH ráðist í að semja þær og voru þær að berast vefnum

Athugasemd á Íscross

Vefnum hefur borist athugasemd á Íscrossið.

Ískeppni á vegum VÍH! Frábært framtak. Menn koma færandi hendi með allt sem þarf. Nema reglur. Þar er smá Njörður, Gjafar og Galli.
Það er ekki hægt að kalla þessa keppni íslandsmót.
Öll önnur nöfn duga, bara ekki íslandsmót. Ástæðan er einföld:
Það eru til reglur um slík mót. Þeim verður ekkert breytt bara allt í einu. Naglafjöldi í dekkjum og slíkt er ekki háð neinni dags-skipan. Það eru til reglur um ískross í íslandmeistarakeppni og eftir þeim verður að fara. Það þarf engra nánari skýringa við.
Ungir púkar sem hafa safnað alla sína ævi fyrir 350 nagla dekkjum til að keppa á verða ekkert undanskildir úr ísl.Móti vegna hugdetta dagsins hjá einhverjum sem kalla sig VÍH og telja sig geta haldið einhver mót bara vegna þess að þeir geta það eða vilja!
Ég segi bara „HALLO“ Hafnarfjörður. Útsláttur er eflaust gott mál en? Hvaða reglur á að styðjast við?
Ég styð keppnishaldið og allur vilji og vinna sem fæst í slíkt er hreint æðislegt. Pössum okku bara á titlinum. Köllum þetta ískross meistara eitthvað, vetrar meistara eitthvað eða bara VÍH meistartitil.
Ísl.Meistaratitill þarf miklu meiri tíma. Það breytir enginn reglunum á keppnisdegi.
Nýjar keppnis reglur geta ekki tekið gildi fyrr en minnst ári eftir að Aðalfundur samþykkir breytingar. Gildir einu hvort það sé MotoCross, Enduro eða ísCross.
Reynið að sjá fyrir ykku einhverjar keppnisgreinar til ísl,Meistara, séu það ofbeldisíþróttir eins og hand eða fótbolti, Golf, hestamennska eða what ever þar sem reglum er breytt viku fyrir keppni!
Íscross er geggjað. Það verður enginn íslandsmeistari samt sem áður á vegum VÍH. Það verður að gerast á vegum VÍK eftir þeim reglum sem eru fyrir það.
VÍH hins vegar eru að gera sig gildandi í sportinu og gera það vel. Verða bara að fatta takmörkin. Þau eru ekki alveg eins og við blasir.:):D

Steini Tótu.

Akstur á Hvaleyrarvatni

VÍH sendir frá sér þau tilmæli að menn aki ekki á ísnum á Hvaleyrarvatni um helgina heldur safnist allir saman upp á Leirtjörn.  Verði þáttaka næg í þessari fyrstu íscross keppni ársins mun VÍH geta hafið uppbyggingu að lýsingu á vatninu.  Mun vatnið þá vera upplýst á kvöldin en um leið verður bannað að aka á vatninu allar helgar og fyrir kl. 18 á virkum dögum.

Ís – Ís – Ís

Nú er ekki spurning.  Ísinn verður kominn fyrir helgi.  Veðurstofan spáir yfir 5 stiga frosti framyfir helgi.  Hvaleyrarvatn var orðið svo gott sem mannhelt í gærkveldi og má því gera ráð fyrir að vatnið verði orðið vel frosið á laugardaginn.  Allt bendir því til þess að VÍH muni geta haldið fyrstu Íslandsmótskeppnina í íscrossi á Hvaleyrarvatni á þessu ári eftir tvær helgar.  Nánari upplýsingar um skráningu og keppnisfyrirkomulag verða birt um helgina.

Spennandi veður

Veðurstofan spáir 3-9 stiga frosti fram að helgi.  Þó svo hlýni um helgina þá spáir veðurstofan því að hitinn fari ekki upp fyrir frostmark.  Svo er bara að bíða og sjá hvort eitthvað sé að marka þá veðurstofumenn.