Ís – Ís – Ís

Nú er ekki spurning.  Ísinn verður kominn fyrir helgi.  Veðurstofan spáir yfir 5 stiga frosti framyfir helgi.  Hvaleyrarvatn var orðið svo gott sem mannhelt í gærkveldi og má því gera ráð fyrir að vatnið verði orðið vel frosið á laugardaginn.  Allt bendir því til þess að VÍH muni geta haldið fyrstu Íslandsmótskeppnina í íscrossi á Hvaleyrarvatni á þessu ári eftir tvær helgar.  Nánari upplýsingar um skráningu og keppnisfyrirkomulag verða birt um helgina.

Skildu eftir svar