Greinasafn fyrir flokkinn: Dakar

París Dakar sérleið 8

Eftir kærkomin hvíldardag var komið að 8 sérleið, lá hún frá Atar til Tichit, alls 626 km og þar af 589 km á sérleiðum.
Á þessari leið eru 2 bensín- og viðgerðarstopp en keppendur verða að gera við sjálfir því aðstoðartrukkar eru ekki leyfðir í dag.
Fyrsti hluti leiðarinnar er nokkuð greiðfær þó grýttur sé en um miðbik mun reyna á þolimæði keppenda því það tekur tíma að finna rétta leið í eyðimörkinni þar sem slóðar og vegir hverfa fljótt.
Strax á fyrsta hluta festi Marc Coma KTM sig en frekar sem líklegan sigurvegara eftir óheppni annara
Lesa áfram París Dakar sérleið 8

París – Dakar Dagur 7

Dagleiðin á 7 degi var 580 km og þar af 542 km á sérleiðum átti eftir að reynast keppendum erfið vegna mikils sandstorms og varð að stytta leiðina.

Fyrri hluti dagsins gekk vel hjá flestum en á seinni hluta leiðarinnar versnaði veðrið mikið og urðu skipuleggjendur keppninar að kyrrsetja allar þyrlurnar sem þeir nota til að gæta öryggis og eftirlits á leiðunum.
Í mótorhjólaflokknum byrjaði Cyril Despres KTM leiðina mjög ákveðinn enda búinn að vera með yfirlýsingar um að hann ætlaði að sækja hart á forustumanninn.
Þetta gekk eftir því hann vann sérleiðina en er ennþá tæpum 45 mín á eftir Marc Coma KTM sem leiðir rallið.
Marc Coma KTM virðist vera óhagganlegur í forystunni, síðan hann náði forystu virðist sem lítið geti ógnað

Lesa áfram París – Dakar Dagur 7

París – Dakar dagur 6

6 leiðin liggur milli borgana Tha Tha og Zouérat og er sú lengsta í rallinu, heilir 817 km og þar af eru 394 km á sérleiðum.
 Þessi langi dagur byrjaði mjög snemma og strax í byrjun var hraðin mikil þrátt fyrir að leiðinn væri mjög blaut og mikil drulla.
Vegna slæmra aðstæðna á kafla leiðarinar lentu nokkrir í óhöppum og urðu að hætta, voru keppendur að

Lesa áfram París – Dakar dagur 6

París – Dakar dagur 5

Á 5 degi var ekið frá Ouarzazate til Tan tan og er leiðin dagsins 775 km löng, þar af eru sérleiðarnar 325 km.
Sérleiðin í dag var mjög erfið yfirferða, hún liggur um fjallendi og er mjög gróf og grýtt á köflum ásamt því að vera krókótt en samt með hröðum köflum.
Hún er það þröng á köflum að velja varð aðra leið fyrir trukkana.
Isidre Esteve Pujol KTM sýndi skemmtilegan og góðan akstur í dag og vann sinn fyrsta leiðarsigur í keppninni og dró þar með á forustumanninn Marc Coma KTM.
Það er soldið skondið að segja frá því að

Lesa áfram París – Dakar dagur 5