París – Dakar dagur 5

Á 5 degi var ekið frá Ouarzazate til Tan tan og er leiðin dagsins 775 km löng, þar af eru sérleiðarnar 325 km.
Sérleiðin í dag var mjög erfið yfirferða, hún liggur um fjallendi og er mjög gróf og grýtt á köflum ásamt því að vera krókótt en samt með hröðum köflum.
Hún er það þröng á köflum að velja varð aðra leið fyrir trukkana.
Isidre Esteve Pujol KTM sýndi skemmtilegan og góðan akstur í dag og vann sinn fyrsta leiðarsigur í keppninni og dró þar með á forustumanninn Marc Coma KTM.
Það er soldið skondið að segja frá því að


 Marc Coma vann keppnina í fyrra án þess að vinna nokkra leið
Hann hefur nú bætt um betur með því að vinna 2 leiðar lagði fyrstur af stað í dag með frábært veganesti, hann var nefnilega með  rúmlega 12 mín forskot og virtist hann ekki telja það nauðsynlegt að sprengja sig í dag með sigri.
Eftir fyrstu 100 km v ar greinilegt að mesta keppnin var á milli þessara tveggja því þeir voru þeir einu sem höfðu ekki villst eða farið útaf leiðinni og Esteve sem lagði annar af stað í dag kom 1 mín og 54 sek á undan Coma.
Cyril Despres KTM sem sigraði þess leið glæsilega í fyrra varð að sætta sig við 3 sæti í dag átti lítið í spænska parið, kláraði hann leiðina 5 mín og 2 sek eftir Esteve og 3 mín og 57 sek á eftir Coma.
Í KTM-Gauloises liðinu þar sem Esteve átti frábæran dag var ekki hægt að segja það um liðfélaga hann David Casteu, hann var rúmlega 15 mín lengur að keyra leiðina í dag sem undirstrikaði betur hver væri númer eitt í liðinu.
Með akstri sínum í dag minnkaði munurinn á milli Esteve og Coma niður í 10 mín á meðan Casteu og Despres eru 37 mín og 47 mín á eftir Coma.
Heildarstaða eftir 5 dag er:
1. Marc Coma KTM með heildartímann 14h08´48
2. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 14h18´44     +09´56
3. David Casteu KTM með heildartímann 14h46´29     +37´41
4. Cyril Despres KTM með heildartímann 14h56´21     +47´33
5. Cris Blais KTM með heildartímann 14h56´24     +47´36

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar