París – Dakar Dagur 7

Dagleiðin á 7 degi var 580 km og þar af 542 km á sérleiðum átti eftir að reynast keppendum erfið vegna mikils sandstorms og varð að stytta leiðina.

Fyrri hluti dagsins gekk vel hjá flestum en á seinni hluta leiðarinnar versnaði veðrið mikið og urðu skipuleggjendur keppninar að kyrrsetja allar þyrlurnar sem þeir nota til að gæta öryggis og eftirlits á leiðunum.
Í mótorhjólaflokknum byrjaði Cyril Despres KTM leiðina mjög ákveðinn enda búinn að vera með yfirlýsingar um að hann ætlaði að sækja hart á forustumanninn.
Þetta gekk eftir því hann vann sérleiðina en er ennþá tæpum 45 mín á eftir Marc Coma KTM sem leiðir rallið.
Marc Coma KTM virðist vera óhagganlegur í forystunni, síðan hann náði forystu virðist sem lítið geti ógnað


 honum og virðist það lítið trufla hann þó liðsfélagi hann og landi Isidre Esteve KTM nái ekki að fylgja honum og styðja.
Þessi leið sem talin er frekar erfið virðist ekki breyta neinu fyrir Marc Coma KTM því hann hefur ekki breytt taktík sinni á neinn hátt.
Þrátt fyrir að þyrlurnar sem eiga að leiðbeina keppendum njóti ekki við þá virtist það ekki trufla hann á neinn hátt og keyrði hann bara eftir GPS tækinu og tripmælinum/vegabókinni sinni.
Vegna veðurs urðu skipuleggjendur keppninnar að stytta leiðina um 100 km og sem betur fer þá áttuðu allir keppendur sig á því og skiluðu sér í rétt mark.
Cyril Despres KTM sóð við yfirlýsingar sínar og ók grimmt eftir að hafa verið ræstur 12. eftir ófarir gærdagsins.
Frakkinn æddi framúr öllum sem höfðu verið ræstir á undan honum og það þó að skyggnið væri nánast ekkert í sandstorminum virtist það ekkert trufla aksturinn hans og kláraði hann sérleiðina 2 min og 46 sek á undan næsta manni og það sem skiptir mestu máli þá minnkaði hann muninn á sér og forystumanninum um 12 min 22 sek en þrátt fyrir þennan góða akstur þá finnst Marc Coma KTM sér ekki ógnað mikið enda með nokkuð góða forystu ennþá minnsta kosti.
Það sem kom verst við Coma voru fréttir frá hans eigin liði um að fyrrum liðsfélagi hans Jordi Viladoms KTM sem vann sinn fyrsta sérleiðasigur í sinni fyrstu París – Dakar keppni í gær þyrfti að hætta keppni eftir að hafa dottið illa og handleggsbrotið sig.
Úrslit dagsins urðu því þessi:
1. Cyril Despres KTM með tímann 4h30´42
2. Pal Anders Ullevalseter KTM með tímann 4h33´28     +2´46
3. Davis Casteu KTM með tímann 4h35´18     +4´36
4. Giovanni Sala KTM með tímann 4h39´29     +8´47
5. Isidre Esteve Pujol KTM með tímann 4h41´44     +11´02
6. Marc Coma KTM með tímann 4h43´04     ´12´22

Heildarstaðan eftir leið 7 því eftirfarandi:
1. Marc Coma KTM með heildartímann 22h38´34
2. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 22h49´21     +10´47
3. David Casteu KTM með heildartímann 23h15´27     +36´53
4. Cyril Despres KTM með heildartímann 23h23´30     +44´56
5. Cris Blais KTM með heildartímann 23h31´27     +52´53
6. Giovanni Sala KTM með heildartímann 24h08´02     +1h29´28
7. Francisco Lopes HONDA með heildartímann 24h09´17     +1h30´43
8. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartímann 24h10´29     +1h31´55
9. Pal Anders Ullevalseter KTM með heildartímann 24h14´40     +1h36´06
10. Frans Verhoeven KTM með heildartímann 24h18´15     +1h39´41

Laugardaginn 13. janúar er ekki keppni, þá fá keppendur einn hvíldardag til að jafna sig eftir átökin og undirbúa sig fyrir seinni hluta keppninar.

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar