Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

MotoMos í góðu standi

Kíkti upp í braut, lítur vel út, gott veður og gott rakastig í brautinni.  Leist svo vel á þetta að ég er að fara hjóla, sjáumst þar.

Kveðja, Guðni F


Slóðar í Bolaöldu opnir

Búið er að opna fyrir akstur um slóða-net Bolaöldu.  Menn eru þó beðnir um að beita skynseminni vel í umgengni við slóðirnar – eins og alltaf.   Þó svo að stígarnir séu að mestu orðnir þurrir, þá geta leynst í þeim einstaka bleytusvæði.  Reynið að keyra ekki út fyrir stígana við slíkar aðstæður.  Minnkið frekar hraðann og læðist yfir.  Með því móti minnka líkurnar á skemmdum og slysum.
Lesa áfram Slóðar í Bolaöldu opnir

MotoMos brautin að koma til.

Kíkti upp í braut og hún er öll að koma til og menn farnir að hjóla þar.
Hallur Metal Mulisha sagði að brautin væri að mestu leiti fín.
Myndirnar eru teknar í hádeginu í dag.


Allt frekar blautt í MotoMos.

Já það er allt mjög blautt í brautinni, en eflaust í lagi fyrir harðjaxla.

Brautin er fljót að þorna ef það ef það helst þurrt. Farið varlega ef þið ætlið að hjóla:)


Kem með nýjar fréttir á morgun miðvikudag.

Bolalda 25.apríl Slóðar lokaðir en brautin góð

Bolaalda 5. maí: 
Slóðar lokaðir!
Braut lokuð vegna rigninga en staðan verður tekin á morgun miðvikudag 5. maí.