Bolaalda 13.07.2010

Ég átti leið upp á Bolaöldusvæðið í gær. Á tímabili ringdi eins og hellt væri úr fötu og jafnvel gott betur en það. Fram að hádegi var brautin skrauf þur en kl 15.00 var hún ófær vegna bleytu. Garðar rauk af stað með traktorinn til að reyna að ræsta út stærstu pollana. Einnig fékk Gaðrar svakalegt sjónarspil þar sem elding og þruma komu svo til samtímis og traktorinn hristist vel. Og takið eftir á myndunum, það var kominn snjór í hlíðarnar í kring.

Gera má ráð fyrir því að brautin sé með frábært rakastig í dag. Garðar er búinn að vera lagfæra uppstökk og lendingar verður bara „gaman saman“ í brautinni.

.

Ein hugrenning um “Bolaalda 13.07.2010”

  1. Það rigndi svo aftur um sjöleitið, ég keyrði Jósepsdalinn ofl og svo brautina kl. 10.30 og hún var í mjög flottu standi, frábært rakastig og mjúk eftir rigninguna. Og veðrið í gærkvöldi var ekki venjulegt, blæjalogn og sól!

Skildu eftir svar