Úr Fréttablaðinu: Spæna í gegn um mosagróna hlíð !

{mosimage} Það var birt viðtal í dag við Jónatan Garðarsson í Fréttablaðinu í dag þar sem talað er um utanvegaakstur mótorhjólamanna við Sveifluhálsinn. Án þess að ég sé að reyna að réttlæta þetta á nokkurn hátt, þá er það ótrúlegt hvað menn geta verið hissa lengi. Félagið er búið að reyna órtúlega ötullega að fá úthlutað svæðum,  

hvort sem það er til bráðabirgða eða til langframa. Meira að segja var bráðabirgðaleyfið við Kleifarvatn ( sem er þarna í næsta nágreni, og þar sem menn gátu unað sér í sandinum án þess að skemma nokkurn hlut  á mjög afmörkuðu svæði sem allajafna er að mestu undir vatni ) sem Grindavíkurbær veitti, afturkallað af sýslumanninum á Reykjanesi og svæft í nefndum út um allar jarðir. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr að þá er þetta óbein afleiðing þess. Eða eins og einn mikill og vel þekktur umhverfisverndarsinni og ekki hjólamaður sagði um daginn " Hvað myndu 2000 hestamenn segja ef þeim yrði bannað að ríða út fyrir skeiðvöllinn í Víðidal og þeim bent á að þeim hefði verið úthlutað svæði þar til að ríða hring eftir hring,…. það yrði allt vitlaust. ".  Hér er greinin úr Fréttablaðinu.

Skildu eftir svar