Vefmyndavél

Tilkynning HELLA 2005

80 keppendur eru skráðir til leiks í 1. & 2. umferð Íslandsmótsins
í Enduro sem fer fram á Hellu á laugardaginn 14.05. Skráningu lauk kl:
24:00 í gærkvöldi 12.05 (fimmtudagskvöld).  Frábær þáttaka er í B
"Baldursdeild" en þar eru 52 keppendur skráðir, heldur er að fækka í
Meistaradeildinni en þar eru skráðir 28 keppendur og vantar nokkra af
topp mönnunum. Spurningin er hvort það séu 

að verða kaflaskipti í sportinu ? Fleiri keppendur í "B" þýðir að það
er að koma inn fjöldinn allur af nýjum "heitum" keppendum. Færri í
Meistaradeild þýðir að góðir menn eru að detta út og við þurfum
endurnýjun = Leitin að nýjum Einurum, Viggóum, og topp hröðum keyrurum
er hafin…
Brautinni á Hellu hefur verið breytt töluvert frá
lagningu hennar síðastliðinn sunnudag, áin hefur verið tekin út og
nokkrum brekkum hefur verið breytt. Mýrinn ógurlega er enn með og hún
kemur til með að skera úr um hvort menn séu menn eða mýs…
Sjáumst á laugardag og höldum daginn hátíðlegan.

með keppniskveðju,
Enduro nefnd VÍK

Leave a Reply