Landsliðið fyrir MXoN hefur verið valið

Gunnlaugur Karlsson liðstjóri Íslenska landsliðsins í Motocross hefur valið liðið í samráði við Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) sem mun taka þátt í Motocross of Nations í Lommel, Belgíu 29. og 30. september.
Motocross of Nations er stærsta motocrosskeppni sem keppt er í. Þykir mikil viðurkenning að sigra keppnina en keppt er í 3 flokkum og er einn keppandi í hverjum flokki. MX1 er flokkur 450cc hjóla, MX2 er flokkur 250cc hjóla og svo er opinn flokkur.

Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag.

Eftirfarandi keppendur voru valdir:

MX1 Viktor Guðbergsson
MX2 Ingvi Björn Birgisson
Open Sölvi Borgar Sveinsson

Skildu eftir svar