Enduro Egilsstaðir

Enduro CC á Egilsstöðum á laugardaginn

Enduro Egilsstaðir
Enduro Egilsstaðir - smellið á fyrir stórt plakat

5. og 6. umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro Cross-Country fara fram um helgina. Keppt verður í fyrsta skipti á austurlandi í Íslandsmóti og verður gaman að sjá hvernig austfirðingum tekst til að gera braut og framkvæma keppnina. Ekki skulu menn búast við einhverju slori, því austfirðingar hafa haldið vélsleðakeppnir með miklum sóma um árabil.

Keppnin fer fram í landi Stóra Steinsvaðs sem er u.þ.b. 2o km utan við Egilsstaði.

Skráningu  lýkur að venju á þriðjudaginn klukkan 21 á www.msisport.is

Facebook event fyrir keppnina er hér

Landakort að svæðinu má sjá hér fyrir neðan 

 

 

 

 

 

 

 

Stóra Steinsvad er þar sem er A

 

Ein hugrenning um “Enduro CC á Egilsstöðum á laugardaginn”

  1. Ef menn og konur vantar gistingu fyrir austan þá mæli ég með gistingunni á Skjöldólfsstöðum,Háaskála gengið var í hjólatúr þarna fyrir nokkrum dögum,frábær þjónusta,gott verð,sundlaug,heiturpotturgóður matur.

Skildu eftir svar