Tilkynning frá MSÍ

af msisport.is

4. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross fer fram laugardaginn 21. júlí á Selfossi í nýrri glæsilegri braut. Keppendur athugið að það verður farinn skoðunarhringur fyrir hvert moto eins og aðstæður leyfa, mikilvægt að vera komnir tímanlega fyrir ræsingu, dagskrá verður eins og hún hefur verið en reynt verður að koma þessu að eins og við á.

Einnig eru keppendur minntir á að skrá sig tímanlega fyrir mót, samkvæmt reglum MSÍ rennur skráning út á þriðjudagskvöldi fyrir keppni kl. 21:00 og eru engar undantekningar á því. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að vísa mönnum frá keppni vegna þessa en þegar skráning hefur staðið opin í margar vikur þá er lítið hægt að gera í málinu. Stjórn MSÍ tók málið fyrir í vikunni og mun þessi regla verða skoðuð á næsta þingi sambandsins og hugsanlegt að tekin verði upp aftur regla um að hægt verða að skrá sig eftir að skráning rennur út á hærra gjaldi en það myndi ekki koma til framkvæmdar fyrr en á næsta keppnistímabili.

Þrjú atvik hafa komið upp í sumar þar sem keppanda hefur verið vísað úr “moto” fyrir ógætilegan akstur við gult flagg eða þar sem verið var að hlúa að slösuðum keppanda í braut.

Keppendur eru minntir á að sýna varúð, hægja á sér og taka ekki framúr þar sem óhapp er í braut og þar sem gulum flöggum er veifað.

Það er á valdi keppnisstjóra hverju sinni hvernig hann tekur á eða metur aksturslag keppanda og hefur fullt vald til ákvörðunar refsingar við hæfi.

Skildu eftir svar