Aðalfundur VÍK í gær – Fundargerð

Aðalfundur VÍK í gærkvöldi gekk vel og var bara ágætlega sóttur að þessu sinni. Helstu breytingar voru þær að Kalli og Hrafn víkja úr stjórn en Pálmar Pétursson og Páll G. Jónsson koma nýir inn í staðinn. Nokkrar umræður urðu um fyrirkomulag liðakeppni MSÍ og þó sú umræða eigi í sjálfu sér heima á vettvangi MSÍ var ágætt að fá fram punkta um hvað má gera betur í liðakeppninni. Slóðakerfið í Bolaöldu var talsvert rætt og voru menn sammála um að slóðanefnd hefði unnið gott starf þar síðasta sumar en einnig að athuga mætti hvort hægt væri að opna svæðið fyrr á vorin. Klausturskeppnin var lítilllega rædd, ljóst er að þó keppni hafi verið frestað hafi nær allur kostnaður við keppnina verið kominn fram og því lítið sem ekkert „sparast“ þó keppni hafi verið aflýst. Stefnt er á að næsta keppni fari fram 26. maí 2012 og skráning og nánara fyrirkomulag verður kynnt þegar liggur fyrir hver kostnaður félagsins verður af keppninni 2012.

FUNDARGERÐ

Aðalfundur Vík 09/11/2011

Fundur settur 20:10

Mættir 23.

Keli setur fund og skipar Óla Gísla Fundastjóra og Undirritaðan sem ritara.

Keli fer yfir skýrslu Stjórnar og fær þó nokkrar fyrirspurnir. Sverrir fer yfir opnunartíma brauta og vill fá hugmyndir VÍK í varðandi næsta sumar. Keli útskýrir að þetta hafi verið tilraun sem hafi gefið bæði gott og slæmt af sér og veturinn verði notaður til að reyna fínstilla þetta fyrirkomulag. Tedda spyr um ástand annarra brauta þegar að t.d. Bolaalda sé lokuð. Stjórn útskýrir að þetta hafi reynst erfiðara en reiknað var með í upphafi sumars,en þetta eins og annað verði skoðað í vetur. Pétur segir opnunartíma ekki virta og Keli segir þetta þekkt mál sem verði að skoða.

Skýrsla stjórnar samþykkt.

 
 

Óli og Keli kynna reikninga félagsins.

 

 

  • Engar athugasemdir gerðar og og reikningar samþykktir.
  • Fjárhagsáætlun lögð fram og samþykkt.
  • Lagabreyting lögð fram og samþykkt
  • Tilaga um Enduronefnd samþykkt
  • Tilaga um Umhverfisnefnd samþykkt
  • Tilaga um Álfsnesnefnd samþykkt
  • Tilaga um Bolaöldunefnd samþykkt
  • Tilaga um Vefnefnd samþykkt
  • Tilaga um skemtinefnd samþykkt en Helga ætlar ekki að vera áfram…við óskum hér með eftir aðila sem hefur áhuga.
  • Tilaga um Formann samþykkt
  • Tilaga um stjórn og varamenn samþykkt
  • Tilaga um endurskoðendur samþykkt

Kaffi hlé

Óli kynnir liðinn Önnur mál:

Skúli Geir byrjar á því að ræða Klaustur 2011 og fer yfir sína sýn á málum og fer lofsamlegum orðum um stjórn VÍK þar sem að það er algjörlega ljóst að VÍK gerði allt til að forða því að keppninn yrði ekki haldin. Honum finnst ekki spurning um að keppnin verði keyrð 2012 en menn verði að skilja það að VÍK getur ekki gert það án einhverrar gjaldtöku. Keli og stjórn gera sér grein fyrir þessu og málið mun verða skoðað af stjórn VÍK í vetur. Fleiri létu heyra í sér á svipuðum nótum og ljóst að stuðningur við stjórn VÍK um að halda keppni 2012 er til staðar.

Daði kom með spurningu varðandi liðafyrirkomulag í enduro 2011. Hann er ósáttur við að liðakeppnin verði ekki verðlaunuð þetta árið þar sem að einungis 2 lið voru skráð til keppni. Kalli útskýrði að þetta sé skýrt í lögum MSI og því sé ekkert við þessu að gera. Hins vegar sé alveg ljóst að upplýsingaflæði um liðafjölda og hversu margir eru að stiga í mótunum gæti verið betri … en þetta sé manneklu að kenna sem allir þekki. Það eru allt of fáir að vinna við keppnishaldið og alltaf sé pláss fyrir fleira fólk. Nokkur umræða var um þetta áfram en ljóst að MSÍ er að gera eins og reglugerðin segir… en spurningin er hvort að við eigum að breyta henni.

Skúli Geir vill meiri samvinnu um vefmál og vill fá Sverrir til að skrifa meira inn á Motocross.is. Sverrir útskýrði afstöðu sína og tekur undir að hann skrifi reglulega í nafni VÍK inn á síðuna.

Óli Grönvald leggur fram spurningu vegna lokunar á slóðum í Vor… spurning hvort að VÍK sé að halda þeim of lengi lokuðum. Stjórn segir þetta í höndum Slóðanefndar og þetta verði skoðað betur næsta vor.

Óli Gísla spyr fundarmenn um geymsluhúsnæði fyrir Traktor VÍK. Aðilar í salnum ætla að kanna málið.

Stórn VÍK er hvött til að auglýsa nýja leið að Kaffistofu frá Bolaöldu. Stjórn mun gera það.

 

Fundi slitið 21:50

Guðbjartur Stefánsson
Fundarritari.

17 hugrenningar um “Aðalfundur VÍK í gær – Fundargerð”

  1. Sæl öll, ég vil þakka öllum sem mættu á fundinn í gærkvöldi fyrir góða umræðu og ekki síður fyrir traustið að kjósa mig sem formann enn eitt árið. Það er ekki auðvelt að halda félaginu á tánum og við viljum gjarnan heyra frá þeim sem ekki mættu hvað má gera betur eða breyta. Á laugardaginn er líka MSÍ þing þar sem ýmis mál eins og keppnisdagatal, reglur ofl. verðaur rætt og bara gott að fá input í þá umræðu. Hvað má gera öðruvísi?
    Fleiri/færri keppnir, opnunartímar brauta, hvernig fáum við fleiri til að hjóla, æfingar, barnastarf, landsliðið??? Tjáið ykkur!
    Kveðja, Keli formaður

  2. hvernig væri að endurskoða þessa reglu:
    „Keppandi sem vinnur B flokk skal skrá sig í MX Open eða MX2 flokk í næstu keppni“
    keppendum hefur fækkað mikið síðan þessi regla var sett og það er of mikill munur á milli B og MXOpen/MX2.
    get allavega vega sagt það fyrir mig eftir að hafa unnið B flokk í fyrstu umferðinni og keppt í mx2 í annarri umferðinni, endaði síðastur af þeim sem kláruðu, finnst mér ég ekki eiga heima í þeim flokki og varð allavega til þess að ég keppti ekki meira eftir það.

  3. Það er góð hugmynd að gera nettan æfingahring fyrir endurocross upp í Bolaöldu. Ég er tilbúinn til að leggja fram vinnu í slíka aðgerð og veit um fleiri sem eru sama sinnis.

  4. Sælir, góður punktur varðandi B, skoðum þetta. Það er mikill áhugi fyrir endurokrossbrAut í Bolaöldu, fullt af staurum ofl til en okkur hefur bara vantað tímann. Fljótlegt ef nokkrir góðir mæta!

  5. Frekar sameina B flokkin algjörlega við Mx open og Mx 2 ( B flokk eftir hjólastæðr ofcourse, 250B og 450B til að stækka Open, þeir keyra enn í B og 40+ en bara með stóru alveg klárlega, alltof fáir í Open og Mx2

  6. ´´Agætis hugmynd þetta með að setja B með Mx open til að stækka Mx open flokkinn en eg held að við fælum þa fra þessa sem eru að byrja i sportinu, það er frekar ohugnalegt að byrja að keppa i sinni fyrstu keppni og hvað þa meira i MX open með (storu) strakunum
    Þegar B flokkurinn var settur a laggirnar a sinum tima fjölgaði helling i sportinu.
    Höldum B flokknum eins og hann er.

  7. 6 til 8 hröðustu mennirnir í timatöku b ættu að vera færðir upp í b+ sem keppir samhliða mx open

  8. Smá innlegg,það vantaði alveg að það yrði gert meira fyrir yngsta hópinn, það var vel staðið að æfingum hjá þeim en það var engin keppni fyrir þau sem hafa ekki náð 12 ára aldri, þau biðu í allt sumar en ekkert gerðist hvað olli því?

  9. Siva: Ég get svarað þessu beint til þín.

    Nánast allt sem gerist innan félagsins er sjálfboðarvinna og alltof fáir sem bjóða sig fram til að gera eitthvað.
    Ég held að aðal ástæðan fyrir að það voru engar „keppnir“ fyrir litlu krakkana í sumar sé vegna þess að það má rauninni ekki halda keppni fyrir þau samkvæmt lögum en við höfum haft svokallaða æfingarkeppnir, sem má auðvitað vera oftar einsog þú nefnir hér að ofan.

    Það vantar foreldra í foreldraráð krakka sem getur haldið fleiri svona „keppnir“ séð um það og staðið í því. Við Helgi Már ætluðum að reyna halda 1-3 „keppnir“ fyrir þau í sumar en enginn tími gafst til þess, við vorum báðir í fullri vinnu ásamt því að þjálfa á kvöldin í Bolöldu, æfa okkur sjálfa, fara í ræktina og sinna fjölskyldu og vinum. Það vantar einfaldlega fleiri til að hjálpa til.

    Það væri skref í rétta átt að hafa reglulegar æfingarkeppnir fyrir þau ég er 100% á því.

    Ert þú til í að taka þátt í þessu fyrir næsta ár ? (hjálpa til í kringum krakkastarf VÍK)

    bkv,
    Gunnlaugur Karlsson

  10. Ég er búsettur í Noregi og hérna eru þeir með svo kallaðan gestaflokk fyrir 10-12 ára 85 kúbik íöllum umferðunum í Norska mótinu. Þeir keyra 2 10 mínútna moto og allir fá sömu verðlaun… Virkar vel hér 🙂

    Guðmundur.

  11. Já ég veit að þið vinnið þetta meira og minna í sjálfboða starfi endilega láta okkur vita næsta vor hvað við getum gert.

  12. Það væri náttúrulega bara heimskulegt að setja allan B-flokkinn með A-flokk. Það myndi skapa svo mikla slysahættu að hálfa væri hellingur.

  13. Ég er sammála því að það er rugl að setja B flokkinn saman með A. verandi nýliði í sportinu og í keppnum þá er það ömurlegt að upplifa að maður sé beinlínis fyrir í keppnum.

    Varðandi það að menn eigi að fara upp um flokk eftir að hafa unnið eina keppni er kannksi full mikið, lágmark að leyfa mönnum að klára tímabilið í viðkomandi flokk, frekar að sigurvegari B flokks verði að fara upp um flokk árið eftir ….. eins að neðstu menn í mx2 megi fara í B flokk árið eftir.

Skildu eftir svar