Dakar 2014 – Dagur 9

Cyril

Leið dagsins frá Salta/Uyuni til Calama og hefst á 24km ferjuleið og svo 462km sérleið, liggur hún til að byrja með um Salta De Uyuni sem er stæðsta saltslétta í heimi. Verður hjólaði í stórum hring meðfram henni að mestu en einnig inná sléttuna. Hið mikla eldfjall Tunupa mun gnæfa yfir þeim í allan dag með sína 5300m hæð. Eftir saltsléttuna liggur leiðin í gegnum Andes Cordillera fjallgarðinn og yfir í Chile, þar verða bæði tæknilega leiðir og svo baráttan við þunna loftið. Það kom svo í ljós þegar átti að fara af stað að það varð að breyta leiðinni aðeins af sömu ástæðum og síðustu daga, leiðin ekki talin örugg vegna rigninga. Tafðist startið einnig um 15mín þar sem það var of lágskýjað fyrir þyrlurnar, það voru samt engar stórbreytingar.

Fimmfaldi sigurvegarinn í Dakar Cyril Despres(Yamaha) átti loksins góðan dag. Var hann þriðji af stað í morgun á eftir þeim Joan Barreda(Honda) og Marc Coma(KTM). Þegar 50km voru búnir af sérleiðinni var Marc Coma(KTM) orðin fyrstur, 49sek á undan Cyril Despres(Yamaha) og Joan Barreda(Honda) 51sek á eftir og Juan Pedrero Garcia(Sherco) var svo fjórði 1:29mín á eftir. En þetta átti eftir að breyttast því þegar Helder Rodrigus(Honda) kom að tímapunkti við 50km var hann orðin 8sek fljótari en Marc Coma(KTM) en það gengur ekki vel hjá öllum, Alain Duglos(Sherco) sem hefur verið að berjast á toppnum stoppaði rétt eftir fyrsta tímapunkt vegna bilunar, var hann stopp í um 15mín og það er ekki gott en hann er komin á fulla ferð aftur.

Næsti tímapunktur var svo við 81km og en var þetta að breytast, reyndar var Helder Rodrigus(Honda) en fyrstur á tímanum 51:26mín, annar var Cyril Despres(Yamaha) 1:02mín seinna, svo röðuðust þeir Joan Barreda(Honda), Olivier Pain(Yamaha), Jeremias Israel Esquerre(Speedbrain) og í sjötta sæti var Marc Coma(KTM) 2:04mín á eftir.

Fyrsta stopp var svo við 140km og þar var fyllt á eldsneyti, Cyril Despres(Yamaha) kom þar fyrstur á tímanum 1:35:58, var hann 55sek á undan Joan Barreda(Honda) og Marc Coma(KTM) var svo 2:48mín á eftir. En Riaan Van Niekerk(KTM) var á fljúgandi ferð, fór af stað þrettándi en var þarna komin með annan besta tíma.

Þeir voru þrír á toppnum í dag, það skildi aldrei mikið á milli þeirra og hélst það til loka í dag og breyttu úrslitin í dag ekki miklu í heildarstöðunni.

En það var semsagt Cyril Despres(Yamaha) sem loksins vann sinn fyrsta sérleiðasigur í þessu Dakar ralli eftir frekar brösótta byrjun, kom hann í mark 2:10mín á undan Joan Barreda(Honda) og 2:16mín á undan Marc Coma(KTM).

Alain Duglos(Sherco) átti í miklum erfiðleikum í dag og tapaði 34:39mín en hann heldur samt 4.sæti yfir heildina.

Cyril Despres(Yamaha) sagði þetta í kvöld “ég verð að vera heiðarlegur og viðurkenna að það var ekki endilega stefnan að vinna leiðina í dag. Stefnan var að sjálfsögðu að þokast nær framlínunni en ég neita því ekki að það var ljúft að vinna í dag. Gærdagurinn var mér erfiður, farið snemma af stað og þetta þunna loft fór ekki vel í mig og svo að berjast við hjólið á leiðunum svo ég var ekki alveg einbeittur. Þegar ég komst loksins á bækistöðina þar sem náttstaðurinn fór langur tími í að þrífa alla drulluna af hjólinu og fara yfir það svo það væri klárt fyrir þennan dag, vorum við Michael Metge til klukkan 10 að þessu. Svo vöknuðum við í rigningu en sem betur fer var leiðin að mestu leyti þurr. Morgundagurinn verður vonandi skemmtilegur, ég fer fyrstur af stað og það mun reyna mikið á leiðarrötun”.

Joan Barreda(Honda) hafði þetta að segja “ég er mjög sáttur við daginn þar sem ég náði að halda góðri ferð í allan dag án þess að gera einhver mistök. Í raun er þetta fyrsti dagurinn sem gengur svona vel upp svo ég er mjög sáttur við daginn”.

Marc Coma(KTM) er ennþá fyrstur yfir heildina en hann sagði þetta “ég er nokkuð sáttur við hvernig dagurinn fór, mér leið ekkert of vel vegna þunna fjallaloftsins og leiðin löng en þetta gekk allt upp, engin óhöpp né bilanir svo ég er sáttur.

Jordi Viladoms(KTM) beið spenntur eftir að Alain Duglos(Sherco) myndi skila sér í mark í dag þar sem keppnin milli þeirra um 3.sætið hefur verið hörð, vegna vandræða Alain er Jordi því nú með rúmlega 20mín forskot á hann, sagði hann þetta í kvöld “í augnablikinu gengur allt vel, leiðin í dag var frekar auðveld, reyndi lítið á rötun og leiðin frekar hröð. Það sem truflaði mest var þunna fjallaloftið, ég held að við höfum flestir sofið illa vegna þess og það er erfitt að eiga svona langa dagleið fyrir höndum þreyttur. Dagurinn var ekki vandræðalaus samt en allt gekk þetta upp í lokin, ég er núna í 3.sæti yfir heildina og það er þægileg tilfinning”.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 9(sérleið 8):

1 sæti Cyril Despres(Yamaha) 5:23:20
2 sæti Marc Coma(KTM) +2:15
3 sæti Joan Barreda(Honda) +2:30
4 sæti Helder Rodrigus(Honda) +6:38
5 sæti Olivier Pain(Yamaha) +10:40

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki eftir dag 9(sérleið 8):

1 sæti Marc Coma(KTM) 32:06:19
2 sæti Joan Barreda(Honda) +38:38
3 sæti Jordi Viladoms(KTM) +1:27:22
4 sæti Alain Duglos(Sherco) +1:49:09
5 sæti Jeremias Israel Esquerre(Speedbrain) +1:52:02
lífið í dakar-D9
Lífið í Dakar

Ignacio Casale(Yamaha) heldur sínu striki í fjórhjólaflokki og var fyrstur af stað í morgun og hélt hann forustu í allan dag, þða hefur örugglega gefið honum smá auka orku að stefna inn í heimaland sitt Chile í dag.

Fylgdu þeir Sebastian Husseini(Honda), Rafal Sonik(Yamaha) og Sergio Lafuente(Yamaha) honum eftir í allan dag en áttu í raun engan séns í að ná honum, náði hann alltaf að halda nokkura mín millibili í þá.

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 9(sérleið 8):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 6:18:17
2 sæti Sebastian Husseini(Honda) +8:38
3 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +15:25
4 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +16:04
5 sæti Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) +23:29

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki eftir dag 9(sérleið 8):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 39:39:49
2 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +21:40
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +45:56
4 sæti Sebastian Husseini(Honda) +3:32:49
5 sæti Mohammed Abu-Issa(Honda) +6:48:39

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar