Dakar 2014 – Dagur 10

Atacama eyðimörkin

Leið dagsins lá frá Calama til Iquique byrjar með 37km ferjuleið og svo 422km sérleið, mun hún leiða þá langt í norður og munu þeir í fyrsta skipti í þessu ralli sjá sjóinn. Leiðin liggur aftur inni Atacama eyðimörkina sem er þekkt fyrir háar sandöldur, munu keppendur fara um 150km í eyðimörkinni og þarna mun skilja á milli þeirra sem þekkja eyðimerkurakstur og hinna sem eru ekki eins vanir sandinum en fjörið byrjar rétt í lokin og má reikna með mörgum áhorfendum við síðustu 3km þar sem brekkurnar eru með ca.30% halla og það vill engin bremsa á leiðinni niður.

Strax á fyrstu kílómetrum var ljóst að það yrði barist í dag, á fyrsta tímapunkti sem var við 39km munaði ekki nema 40sek á milli fyrsta og sjötta manns, voru það Cyril Despres(Yamaha), Marc Coma(KTM), Stefan Svitko(KTM), Alain Duglos(Sherco), Joan Barreda(Honda), Jordi Viladoms(Yamaha) og spænska senjorítan Laia Sanz(Honda) en hún fór af stað 17 í dag.

Gott dæmi um að menn gefast ekki svo auðveldlega upp í Dakar er t.d David Casteu(KTM) fór af stað 11 í dag með öxlina strappað þar sem hann braut viðbein í gær en það verður að segjast að þetta er ekki sniðugt en nú er spurning hvort hann nái að klára í dag.

Við tímapunkt á 87km var Joan Barreda(Honda) orðin fyrstur en við tímapunkt 127km var Marc Coma(KTM) orðin fyrstur svo það var greinilegt að lítið var gefið eftir. Fyrsta stopp var við 201km en þar var fyllt á eldsneyti, kom Marc Coma(KTM) fyrstur þangað en Joan Barreda(Honda) kom 37sek á eftir, Cyril Despres(Yamaha) kom svo þriðji 2:21mín seinna. Alain Duglos(Sherco) kom svo fjórði 2:56mín á eftir, Jerimias Israel Esquerre(Speedbrain) kom svo fimmti.

En 17km seinna lenti Alain Duglos(Sherco) í bilunum sem kostuðu hann, sást til hann mun seinna dregin af félaga sínum Francisco Errazuriz(Sherco) og því ljóst að hann er dottin úr toppslagnum.

Við annað stopp sem var eftir 320km var Marc Coma(KTM) ennþá fyrstur 26sek á undan landa sínum Joan Barreda(Honda) og 3:39mín seinna kom Cyril Despres(Yamaha). Skildi þetta tríó sig svolítið frá öðrum í dag þó svo að þeir væru ekkert að stinga af.

Fór svo að Marc Coma(KTM) kom fyrstur í mark á tímanum 4:50:46, annar Joan Barreda(Honda) en hann fékk síðan 15mín refsingu og datt því niður í 9.sæti í dag, Cyril Despres(Yamaha) kom þriðji. Alain Duglos(Sherco) virðist ekki hafa náð að koma hjólinu í lag þar sem hann var stopp við tímapunkt 260km og verður líklega að draga sig úr keppni. Er eftirsjá eftir honum.

Marc Coma(KTM) sagði þetta í dag “þetta var svolítið flókin leið í gegnum Atacama eyðimörkina í dag. Mjög skemmtileg og hröð í byrjun en svo versnaði það þegar í stóru sandöldurnar var komið. Ég gaf mig allan í að ná Joan Barreda þar sem hann fór 2mín á undan mér af stað og þegar það gekk upp á fylgdumst við nánast að til enda. Þetta var góður dagur fyrir mig”.

Joan Barreda(Honda) sagði þetta eftir daginn “ég gerði eins og ég gat í dag, leiðin var frekar flókin. Ég reyndi að halda góðum hraða strax frá byrjun en Marc Coma náði mér undir lokin í sandöldunum. Ég er mjög sáttur við daginn, ég gerði eins og ég gat. Framundan eru tveir erfiðir dagaren ég stefni á að halda sama hraða”.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 10(sérleið 9):

1 sæti Marc Coma(KTM) 4:48:48
2 sæti Cyril Despres(Yamaha) +5:45
3 sæti Juan Pedrero Garcia(Sherco) +9:00
4 sæti Stefan Svitko(KTM) +9:59
5 sæti Helder Rodrigus(Honda) +12:01

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki eftir dag 10(sérleið 9):

1 sæti Marc Coma(KTM) 36:55:07
2 sæti Joan Barreda(Honda) +55:36
3 sæti Jordi Viladoms(KTM) +1:54:02
4 sæti Jerimias Israel Esquerre(Speedbrain) +2:07:23
5 sæti Olivier Pain(Yamaha) +2:26:27

Husseini-D10Fjórða daginn í röð er það Ignacio Casale(Yamaha) sem fer fyrstur af stað en eftir 39km var Sebastian Husseini(Honda) komin fremst, reyndar bara 5sek á undan en þeir tveir voru strax byrjaðir að færa sig frá öðrum en eftir 100km stoppaði Ignacio Casale(Yamaha) og var ekki vitað strax hvað olli því en kom svo í ljós að það hafði sprungið dekk hjá honum, tapaði hann um 15mín á því.

Varð þetta til þess að Sebastian Husseini(Honda) var langt á undan næsta manni því þegar hann kom í fyrsta stopp eftir 201km var hann 8:36mín á undan Sergoi Lafuente(Yamaha) og 8:46mín á undan Victor Manuel Gallegos Losic(Honda).

En það var eitthvað meira að plaga Ignacio Casale(Yamaha) en sprungið dekk þar sem hann dróst meira og meira afturúr, við fyrsta stopp við 201km var hann orðin 22:37mín eftir fyrsta manni og um 16mín á eftir sínum helsta keppinaut Sergoi Lafuente(Yamaha).

Þegar Sebastian Husseini(Honda) kom að þriðja stoppi við 320km var hann orðin 15:46mín á undan næsta manni sem var Rafal Sonik(Yamaha).

Það var virkilega gaman að sjá hvað Sebastian Husseini(Honda) virtist eiga auðvelt með þennan dag því hann kom svo í mark á tímanum 5:46:01, heilum 24:58mín á undan næsta manni sem var þó ótrúlegt sé Ignacio Casale(Yamaha).

Ignacio Casale(Yamaha) sagði við komuna í mark í dag þetta “ég fór fyrstur af stað í morgun en fljótlega þá sprakk hjá mér og tapaði ég líklega um 20mín á þessu en ég gaf mig svo allan í restina og ætlaði mér að ná sem mestu af þessum tapaða tíma til baka og það gekk upp, er ég því mjög sáttur við daginn”.

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 10(sérleið 9):

1 sæti Sebastian Husseini(Honda) 5:46:01
2 sæti Ignacio Casale(Yamaha) +24:58
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +25:30
4 sæti Sergoi Lafuente(Yamaha) +25:57
5 sæti Victor Manuel Gallegos Losic(Honda) +33:10

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki eftir dag 10(sérleið 9):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 45:50:48
2 sæti Sergoi Lafuente(Yamaha) +22:39
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +46:28
4 sæti Sebastian Husseini(Honda) +3:07:51
5 sæti Mohammed Abu-Issa(Honda) +7:08:24

 

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar