Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

Frá sáningu í dag sem sprautuð var á þar til gerðum bíl

MotoMos hefur nýlega lokið sáningu í kringum alla brautina og fyrir vikið eru ALLIR ökumenn beðnir um að virða þær hjáleiðir sem búið er að gera í brautinni en ekki að æða út úr brautinni hvar sem þeim þóknast eða dettur í hug.  M.ö.o. bannað er að fara út úr brautinni nema á þar til gerðum stöðum.  Með þessari sáningu myndast binding í jarðveginn í kringum brautina og ætti að minnka allt ryk ásamt að svæðið verður fallegra á að horfa þegar grasið fer að spretta.  MotoMos hefur komið upp ágætis barnabraut sem er fín 65/85cc braut og ættu allir krakkar að geta skemmt sér vel í henni.  Vökvunarmál eru í brennidepli þessa dagana í þessari þurrkatíð og til þess að bæta það, að þá hefur félagið sett upp stórar brunaslöngur sem eiga að bæta upp á það sem á vantar í vökvun á brautinni.  Með þessu vonast félagið til að geta vökvað með góðu móti um 90-95% af brautinni.

Sú nýbreytni átti sér stað í dag að fastir starfsmenn hófu vinnu upp í MotoMos og eru fjórir starfsmenn að störfum þessa dagana og verða næstu vikur.  Mun stór hluti að þeirra starfi snúast um að hreinsa til á svæðinu og fegra umhverfið eftir bestu getu.  Er það von félagsins að með tilkomu þeirra, að þá eigi félagsmenn eftir að upplifa aukin gæði brautarinnar þar sem grjóthreinsað verður með hrífum í það minnsta 3x í viku og einnig munu þeir koma til með að sinna vökvun í brautinni ásamt öðrum störfum.  Vegna þessa að þá viljum við árétta opnunar tíma á svæðinu en hann er eftirfarandi:

Mánudagar – frá kl.17-21
Þriðjudagar – frá kl.17-21
Miðvikudagar – frá kl.17-21
Laugardagar – frá kl.13-18
Sunnudagar – frá kl.13-18

Miðar fæst í N1 í Mosfellsbæ og hægt er að kaupa árskort með að senda póst á motomos@internet.is.

Nýjustu starfsmenn MotoMos að störfum

Skildu eftir svar