Ný braut AÍH var vígð á laugardaginn

Mynd af facebook síðu AíH
Allt á fullu í brautinni

Torfæruhjóladeild Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar (AÍH) opnaði um helgina nýja motocross braut í Hafnarfirði. Ekki hefur verið keppnismotocross braut í Hafnarfirði síðan brautin í Seldal lagðist af fyrir rúmum 20 árum. Þessi braut er þó ekki tilbúin fyrir keppni ennþá en má segja að hún sé æfingabraut ætluð öllum aldurshópum. Brautin er staðsett rétt við rallýcrossbrautina við Krýsuvíkurveginn (sem er ekki ýkja langt frá gömlu brautinni í Seldal) en hún er 700 metrar að lengd.
Fjölmenni mætti við opnunina og voru bæði byrjendur sem og margfaldir Íslandsmeistarar í hópnum, bæði fólk úr Firðinum og annarsstaðar að. Fólk þótti brautin almennt góð og bjartsýni réði ríkjum.
Í framtíðinni stendur til að lengja lokakafla brautarinnar og hún mun þá verða 950 metrar og nýr startkafli búinn til.

Brautin er opin sem hér segir: mánudaga og miðvikudaga 18-21, laugardaga 12-18.
Gjaldið er einfalt:  1.000 kr. fyrir alla nema 65cc og minni, frítt fyrir þá.

motocross.isóskar AÍH til hamingju með brautina.

Hér eru myndir frá opnunardeginum

Skildu eftir svar