Styttist í Skagafjarðarkeppni

Skráning fer að hefjast í síðustu endurokeppni ársins 5-6 umferð sem fer fram á skíðasvæði Tindastóls laugardaginn 3.september. Skráning mun fara fram á heimasíðu MSÍ.
Árið 2008 hélt Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar eina umtöluðustu endurokeppni það árið það má með sanni segja að það hafi verið grátið, svitnað, hlegið og öskrað. Eru menn og konur tilbúin fyrir enn eina gleðina í Skagafirði ???????
Skv. reglum má brautin ekki vera eins HRIKALEGA erfið og hún var 2008 en verður örugglega jafn skemmtileg, svæðið er einstaklega skemmtilegt fyrir áhorfendur og sjá þeir yfir stóran part brautarinnar.

Vonumst við til að sjá ykkur öll og kemur ítarlegri dagskrá síðar.
Hægt er að hafa þetta til hliðsjónar fyrir þá sem ætla að gista í Skagafirði www.visitskagafjordur.is

Video frá keppninni 2008:


Skildu eftir svar