Vefmyndavél

16.sætið eftir fyrsta dag

Keppnisdagur eitt sigraður vinir, í morgun voru allir helæstir búnir að gera sig til og komnir í gírinn. Fyrstur af stað var Jonni og allt leit vel út þar til kom að starti, hjólið druslaðist ekki i gang og Jonni fékk sem betur fer bara mínútu í refsingu. Eftir það virðist sem hann hafi orðið harðákveðinn í að bæta upp fyrir það. Restin af liðinu sópaðist af stað á eftir honum saman eða ekki og hálf 9 voru allir komnir af stað Kári og Stebbi seinastir út. Fyrsta test dagsins var hriklegt að sögn keppenda því það er geðveikur grjótkafli í testinu, Stebbi lenti í því að tré stökk fyrir hann og úlnliðurinn í fokk. Hinir keyrðu stíft þar en allir duttu nema Jonni. Í pittunum var service liði alltaf viðbúið og gerði vel í að sinna þörfum strákanna t.d beyglaðist standpedalinn hans Daða svo því var reddað með strigateipi og 9mm topp, tré stal frambrettinu hans Stebba, blöndungurinn var vanstilltur hjá Kára, Árni týndi hliðarhlíf og Haukur datt og marði sköflung. Öllu var reddað og er allt klárt fyrir morgundaginn. Þegar strákarnir komu inn eftir daginn voru hjólin tekin í gegn og Kári skipti um Dekk og olíu, hinir fixuðu bara. Erfitt var að taka myndir því testin eru öll á sitthvorum stað og allir notaðir í hjálp en eitthverjar koma inn seinna í kvöld eða á morgun.

 

Frásögn Keppenda

Jónas Stefánsson : Mjög sáttur en hefði vilja koma hjólinu í gang og taka daginn refsilaust en hann fékk refsingu því að Chile maður vísaði honum vitlaust. Ætlar að halda stöðugleika og keyra flott áfram.

Stefán Trémaður Gunnarsson : Geggjaður og skítléttur dagur en hefði viljað sleppa við tréárásina. Flottur dagur framundan sem hann hlakkar til.

Árni Gunnarsson : Nokkuð sáttur með daginn en ekki sáttur með tré árásir á liðið( Missti hliðarhlíf). Gekk betur með deginum og vandist sleipum jarðveginum.

Kári Jónsson : Skítléttur dagur og hrikalega ánægður, held áfram hraða og vinn á. Gekk næstum allt upp og hlakka til restar. Ósáttur við að vera ekki ofar en Tarkalla kakkalakka stúta honum á morgun.

Daði Skaði : Shiteasy að sögn en lenti í ýmsu veseni, standpedali, tímaplön en annars góður. Stefnir á betri tíma á morgun og á mikið inni.

Haukur Þorsteinsson : Keyrði mjög öruggt í dag og reynslan sýnir sig með góðum akstri, Tedda rekur hann áfram en haukur hlustar hvortsemer ekkert 😀

 

Allir sáttir hér og við hlökkum til morgundagsin, mikil þreyta í liðinu og við hlökkum til að takast á við verkefni vikunnar. Kveðja til allra og stuðningur í gegnum hugarstrauma vel þeginn

Kveðja Doctor Þorri Johnsson Team party manager

Stefán sést hér (1mín, 40 sek) fara á hausinn:

Nánari úrslit eru hér

Leave a Reply