Vefmyndavél

Dagur 4 á ISDE

Brautarskoðun

Jæja dagur 4 að klárast og við búin að skoða restina af special test-unum og pittum. Morgunmaturinn klikkar aldrei en eftir hann lögðum við strax af stað í áttina að næstu test-um sem við áttum eftir sem eru flest öll staðsett á gömlum vígvöllum úr seinni heimsstyrjöld flest test-in litu helvíti vel út og ljóst að það besta var sparað fyrir seinustu dagana, mikið race í skógi, sandgryfjum og túnum með gott grip sem verður gaman fyrir strákana að keyra í. Eftir það fórum við að verða svangir og skiptist hópurinn í tvennt þá Jonni, Haukur og Daði fóru og fengu sér pítsu en við villtumst inn á lítinn stað í sveitinni þar sem gamlir mafíósar tóku á móti okkur, allt þagnaði inni og öll augu beindu á okkur. Við vissum ekkert hvað var í boði og fólkið talaði litla sem enga ensku. Við spurðum um hamborgara og fengum ekkert svar en spurðum svo um eitthvern mat og þá fengum við meat soup sem stóð fyrir sýnu. Afgreiðslumafíósinn tók allar plastflöskurnar okkur opnaði og henti tappanum okkur til mikillar ánægju haha. Loks var haldið heim á leið eftir pittskoðun og farið beint í að gera ready, saunan klikkar aldrei og áin tekur alltaf vel á móti okkur.

Núna eru allir að klára að gera ready gírinn sinn og spenna komin í hópinn, Erna og Tedda sjá um að elda pasta og kjúkling fyrir strákana með stæl. Rigningin er örlítið byrjuð að sýna sig og mun hún setja strik í reikninginn næstu daga en núna bíður beddinn því það er ræs klukkan 6. Jonni leggur fyrstur af stað og svo öll restin.
Kveðjur frá Kotka Finnlandi
Þorri Jónsson Team party manager

Leave a Reply