Samráðsfundur útivistarfélaga og Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs boðaði til fundar 3 maí um samráð hagsmunaraðila um samgöngumál í þjóðgarðinum en eins og margir vita þá hefur verið mikið skrifað og talað um það misrétti sem kom fram í þeim tillögum sem voru svo á endanum samþykktar að ráðherra.

Nú virðist sem að stjórn þjóðgarðsins og kannski ráðherra vilji sætta málin eða séu eingöngu að slá ryki í augu almenning með þessum fundi en það á eftir að koma í ljós, fundurinn var að minnsta kosti af hinu góða.
Þarna voru samankomnir fulltrúar hátt í 50 hagsmunaaðila, má þar nefna ýmis ferðafélög, landeigendur, ferðaþjónustuaðila, sveitafélagsfólk, veiðimenn, reiðhjólafólk, hestamenn, göngufólk, fólk frá raunvísingastofnun og e-h fleiri.

Halldór Sveinsson fór fyrir hönd Slóðavina og einnig sem fulltrúi VÍK, á þessum 5 tímum kom ýmislegt í ljós og misjöfn sjónarmið en það verður að segjast að það sem ber hæðst að nefna er að við sem ferðumst á vélknúnum ökutækjum voru sterkasta röddinn þarna og komum við okkar sjónamiðum skýrt fram og lögðum fram margar miðlunartillögur, t.d með tímamörkum á akstursleiðum/svæðum, í raun að skipta svæðum milli útivistarhópa eftir árstímum.

Átti hann gott spjall við hestamenn, göngufólk, reiðhjólafólk ofl þarna og kom okkar sjónarmiðum fram og gerði þeim grein fyrir þeirri miklu fræðslu sem við erum með og verður að segjast að margir urðu hissa á því mikla fræðslustarfi sem við bjóðum uppá og horfa á hjólamenn öðrum augum eftir þetta.

Nánari fréttir af þessu starfi koma síðar en þær tillögur sem komu á fundinum verða settar í nýja nefnd sem á að taka á samgöngumálum í þjóðgarðinum og reyna að stuðla að því að sem flestir verði sáttir.

Skildu eftir svar