Hjálmar Jónsson valinn íþróttamaður Austurlands

Hjálmar Jónsson tekur við verðlaununum

Hjálmar Jónsson var í gær kjörinn Íþróttamaður ársins 2010 hjá ÚÍA (Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands). Kjörið var tilkynnt á sambandsþingi ÚÍA sem haldið var á Eskifirði.

Hjálmar Jónsson # 139  kemur frá Egilsstöðum, en eins og flestir vita sem fylgjast með sportinu þá stóð Hjálmar sig vel á síðastliðnu sumri og var meðal annars valinn í landsliðið og keppti fyrir Íslands hönd á Motocross of Nations sem haldið var í USA síðastliðið haust, og þar stóð hann sig einnig með sóma. Hjálmar hefur alla tíð keyrt fyrir Honda en hefur nú ákveðið að skipta um hjólategund og mun keyra  á Suzuki RMZ 450 2011, og hann kveðst spenntur fyrir næstkomandi tímabili.

kveðjur að austan,
Jón Kristinn

Skildu eftir svar