Næturendúró skemmtikeppni.

Þar sem ótrúlegur fjöldi hefur gefið okkur jákvætt svar við því að keppa í Næturendúróskemmtikeppni þá höfum við ákveðið að láta verða af þessari frábæru hugmynd.

Skráning hefst eftir helgi hér á vefnum.  Þar sem það er nú Október þá förum við út í þetta með fyrirvara um veður. Þ.e við áskiljum okkur þann rétt að hætta við keppnina ef veður verður válegt / ekki boðlegt.

Greiðsla verður á staðnum, Kr: 4.000.- posi verður á staðnum.    Skráning opin fram til kl 20:oo á Föstudag.

Keppnin verður á Laugardaginn 16. okt. Mæting kl 17:30. Prufuhringur verðu farinn kl 18:30. Keppnisstjóri raðar saman í tveggja manna lið, ekið verður í tvær til þrjár klst og fer það eftir veðri.

Þar sem þetta er í skemmtikeppnisformi þá verður þetta einfalt. 1.2.3 sæti og allir keyra í sama flokki.

Stjórn.

Skildu eftir svar