Vefmyndavél

Meira um skemmtikeppni Líklegs

Keppnisbrautin - smellið fyrir stærri

Ég vil þakka mikil og jákvæð viðbrögð við styrktar/skemmtikeppninni næstkomandi sunnudag.

Hvað varðar undirbúning fyrir keppnina þá fór ég á Bolaöldu síðastliðinn laugardag og lagaði hluta af keppnisleiðinni sem keppt verður í á traktornum með flaghefilinn aftan á. Á mörgum stöðum þurfti að fara nokkrar ferðir til að laga skurði sem myndast hafa í gegn um árin eftir mikla notkun og vatnsskemmdir. Ég teiknaði fríhendis (kóngablátt) inn leiðina sem keppt verður í inn á mynd sem ég átti af slóðakerfinu á Bolaöldum fyrir þá sem átta sig á þessu.

Ég hef verið undanfarna daga að skreppa í fyrirtæki og betla vinninga og gjafir handa keppendum og sendi ég einnig mynd af hluta af vinningunum sem keppendur fá í lok dags, ei eins og sjá má á myndinni er töluvert til og sýnist mér að allt að 10 fyrstu fái vinning + aukaverðlaun eftir mínum geðþótta.

Tímatakan fer fram eins og í síðustu skemmtikeppni sem ég hélt um páskana 2006 þar sem nú stendur Korputorg.  Þá sögðu (eða öskruðu) keppendur  númerið sitt eftir hvern ekinn hring við tímatökuliðið (sá sem öskraði hæst fékk aðal verðlaun keppninnar þá).

Veðurspáin er góð og sjáumst á sunnudag í góðu og skemmtilegu skapi.

Hjörtur Líklegur.

P.S. Ef einhverjar spurningar eru varðandi keppnina þá verið ófeimin að kasta fram spurningu hér á spjallinu

Hluti af verðlaunum í keppninni

7 comments to Meira um skemmtikeppni Líklegs

 • Borkur565

  Það virkar ekki að klikka á gluggana

 • Þetta verður örugglega þrælskemmtileg keppni.

  Búin að skrá mig og bíð spenntur eftir að hitta öflugan liðsfélaga ;o)

 • sindri_16@hotmail.com

  hvar skráir maður sig eða er buið að loka fyrir það?

 • sindri_16@hotmail.com

  get ég skráð mig á staðnum og borgað´um leið ef ég mæti nógu snemma er ekki með VISA kort

 • Liklegur

  Sindri ! Það ætti að vera í lagi, en það verður einhver frá VÍK á staðnum til að taka við peningum. Sjálfur hef ég tekið við skráningum frá fjórum aðilum sem ekki eru með visa kort, en eru skráðir í keppnina. Ég vil endilega gefa sem flestum kost á að vera með sér til ánægju.
  Það eru mjög fáir mikið vanir skráðir í keppnina og eflaust verða nokkrir skráðir keppendur hissa þegar þeir mæta á keppnisstað og ég er búin að gera þá að a-ökumönnum.

 • Hekla

  halló halló… ég var að senda póst (hérna á síðunni, einkapóst) á þig Hjörtur… viltu skoða hann svo ég geti tekið ákvörðun um hvort ég skrái mig eða ekki 🙂

Leave a Reply