Kári sigraði fyrir Norðan

flag.jpgKári Jónsson heldur áfram að vera í algjörum sérflokki í Íslandsmótinu í Enduro. Hann kom í mark tveimur og hálfri mínútu á undan næsta manni og var hans besti hringur um hálfri mínútu betri en næsta manns. Hann náði forskoti alveg frá byrjun og þurfti aldrei að líta um öxl. Björgvin Sveinn Stefánsson varð annar og Daði Erlingsson þriðji.

Í tvímenningi sigrðuðu heimamennirnar Finnur Aðalbjörnsson og Guðmundur Hannesson. Guðbjartur Magnússon sigraði í 85cc flokki og Guðfinna Gróa Pétursdóttir í kvennaflokki. Björn Ómar Sigurðarson sigraði í Baldursdeild og Magnús Guðbjartur Helgason í B40+ flokki.

Aðstæður á Akureyri voru hinar bestu. Frábært veður, góð braut með miklu flæði og mörgum nýjum skemmtilegum leiðum. Framkvæmd keppninnar var í sama klassa og veðrið, allt gekk mjög vel fyrir sig hvort sem var við startið eða í brautinni og eiga norðanmenn skilið mikið og gott hrós fyrir góða vinnu.

Tveir af okkar bestu enduroökummönnum kepptu ekki í keppninni að þessu sinni. Valdimar Þórðarson var að eignast sitt annað barn í vikunni óskum við honum til hamingju með það. Einar Sigurðarson var hinsvegar á hliðarlínunni í dag.

B40+

  1. Magnús Guðbjartur Helgason
  2. Hrafnkell Sigtryggsson
  3. Kristján Steingrímsson

Baldursdeild

  1. Björn Ómar Sigurðarson
  2. Anton Freyr Birgisson
  3. Ármann Örn Sigursteinsson

Kvennaflokkur

  1. Guðfinna Gróa Pétursdóttir
  2. Ásdís Olga Sigurðardóttir
  3. Hekla Ingunn Daðadóttir

85cc flokkur

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Ari Jóhannesson
  3. Hákon Birkir Gunnarsson

Tvímenningur

  1. Guðmundur Hannesson og Finnur Aðalbjörnsson
  2. Einar Bragason og …
  3. Birgir Már Georgsson og …

Meistatadeild

  1. Kári Jónsson
  2. Björgvin Sveinn Stefánsson
  3. Daði Erlingsson

Skildu eftir svar