Bryndís með sinn besta árangur í Þýskalandi í dag

Bryndís
Bryndís Einarsdóttir

Bryndís Einarsdóttir náði 13. sæti í Heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi í dag. Fyrir vikið fékk hún 8 stig í keppninni sem er hennar langbesti árangur. Við náðum sambandi við Einar Smárason, pabba Bryndísar, í dag og sagði hann að Bryndís hafi mætt vel stemmd til leiks. Í gær var hún agressív í startinu en lenti í árekstri í fyrstu beygju og „týndi“ hjólinu… það hafði rúllað niður brekku og útúr brautinni. Hún stóð á fætur og náði að vinna sig uppí 24.sæti eftir góðan akstur.
Í morgun náði hún mun betra starti, var í kringum 10. sætið frá upphafi og var í baráttu um 10-13 sæti allan tímann. Hún endaði í 13.sæti eins og áður sagði.

Nú er að hefjast sumarfrí í kvennakeppninni og svo eru tvær umferðar eftir. Næsta umferð er í Tékklandi 8. ágúst og lokaumferðin verður á Ítalíu í september. Bryndís verður í Belgíu allan tíman fram að keppninni og heldur auðvitað áfram að æfa.

Ein hugrenning um “Bryndís með sinn besta árangur í Þýskalandi í dag”

Skildu eftir svar