Viðhaldsnámskeið VÍK

VÍK þakkar Einari / Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, fyrir aðstoðina og kennsluna á þessum þremur námskeiðum sem haldin voru. Það skal tekið fram að Einar gerði þetta án þess að taka greiðslu fyrir, þannig að þær tekjur sem komu inn af námskeiðunum renna til félgasstarfs VÍK.  Þetta er  félgasandinn í hnotskurn.

Við teljum að allir sem sóttu námskeiðin hafi haft gott af og vonandi geta flestir nýtt sér það sem boðið var uppá. Nú ættu viðkomandi að kuna að viðhalda hjólinu sínu og meta hvenar er komið að stærra viðhaldi, hvort að hann geri það sjálfur eða fái fagmenn til þess er síðan annað mál. 

VÍK mun að öllum líkindum halda sambærileg námskeið næsta vetur þar sem þörfin er klárlega fyrir hendi.

Takk fyrir okkur.  

Þriðji og síðasti hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK verður haldinn hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur á morgun, miðvikudag 07.04.2010. Dagskráin er óbreytt og hefst hún kl 19:30.

Aðalnámsefni kvöldsins er umhirða dempara, stillingar á þeim, dekkja skipti og umræður.

Sjáumst hress og kát.

VÍK.

Ein hugrenning um “Viðhaldsnámskeið VÍK”

Skildu eftir svar