Check in report

Þá koma úrslit úr fyrstu keppni:
Aron Omarsson – Not registered.

Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég mætti um morgunin til að skrá mig í Genk keppnina, jafnframt mína fyrstu keppni í Belgíu þetta árið, þá ákváðu belgarnir bara að breyta klukkunni sama dag, og flýttu henni um einn klukkutíma. Þannig að þegar ég mætti klukkan 8 um morgunin til að skrá mig til leiks, þá var klukkan hjá þeim bara orðin 9 og ég missti af skráningar tímanum. Þannig fór nú það. En það er fleiri keppnir framundan, mánudaginn næsta er önnur keppni ársins í svokölluðu BMB meistaramóti. Hún er í sandbraut sem heitir AXEL. Formið er að koma hægt og sígandi eftir meiðslin, verð að sjá til hvað ég endist með þessum köllum hérna í sandinum.

Á þriðjudaginn sótti ég Jonna.is útá flugvöll en hann er kominn hérna til mín og verður fram til 8.apríl. Í gær fórum við í Lommel, fórum í keppni hver kæmist flestu hringina í henni og keppnin endaði þannig að við komumst báðir 6 hringi! Hún var gjörsamlega ókeyrandi einsog við kölluðum það, en „perfect for practice“ einsog belgarnir kölluðu það. Í dag fórum við svo í braut sem kallast Helecine, sem er eina pjúra moldarbrautin í belgíu. Dagurinn var vægast sagt GEÐVEIKUR, en það rigndi til að byrja með og svo kom sólin upp til að þurrka brautina og hún reyndist fullkomin eftir það. Reynir, Eysteinn, Biggi og Eyþór komu í dag. Ég held að Reynir og Eysteinn hafi tekið báðir tvo klukkutíma moto, það var ekki hægt að stoppa þá. Það heyrðist ekkert nema „þetta er svo geðveik braut“ allan daginn.

Næsta mánudag er einhver frídagur hérna í belgíu, og þá ætlum við Jonni að keyra til Hollands og keppa í þessari keppni sem verður í Axel brautinni. Ég er kominn á nýtt 2010 450 hjól, svo nú er engin afsökun. Fer og sýni þessum belgum hvernig á að gera þetta. Hérna eru nokkrar myndir frá deginum í dag, reyndar bara síðustu tuttugu mínuturnar sem ég hjólaði á Jonna hjóli þar sem ég sprengdi á mínu.

Skildu eftir svar