Mikið fjör um helgina

Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga
Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga

Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.

Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.

Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.

Krakkanásmkeiðin í reiðhöllinni eru á fullu hjá Gulla og Helga Má. Mætingin á námskeiðin er mjög flott enda eru þeir félagar mjög góðir og þolimóðir kennarar. Í dag voru rúmlega 20 krakkar mættir og var svaka fjör hjá þeim. Það voru æfðar beyjur, bremsað inn í beygjur, langur beinn kafli inn í beyju, hvernig á að hafa hendur á stýri og margt, margt fleira. Ég held svei mér að fullorðnir gætu líka lært helling á þessum námskeiðum.

Ég fór í Mosóbraut og reiðhöllina í dag og smellti nokkrum myndum á mína heimilisimbavél, vonandi afsakið þið gæðaleysið á myndunum. Ef ekki þá er það bara svo 🙂

Raggi "Nitró "Heimsmeistari" Heiðursöldungur MSÍ ??? Ha" Var að tæta og trylla í Mosóbraut
Raggi "Nitró "Heimsmeistari" Heiðursöldungur MSÍ , "ha, ég hef eitthvað misskilið þetta" Var að tæta og trylla í Mosóbraut
Pálmar var líka grimmur í Mosó
Pálmar var líka grimmur í Mosó
Binni Morgan var búinn að tína saumavélinni sinni en fann eitt TM á förnum vegi og nýtti sér það eftir efnum og ástæðum
Binni Morgan var búinn að tína saumavélinni sinni en fann eitt TM á förnum vegi og nýtti sér það eftir efnum og ástæðum
Siggi "Lopi" var gjörsamlega búinn á því enda búinn að eyða lunganum úr helginni í brautinni.
Siggi "Lopi" var gjörsamlega búinn á því enda búinn að eyða lunganum úr helginni í brautinni.
OfurHaukur var líka í Mosó og var að sjálfsögðu á útopnu
OfurHaukur var líka í Mosó og var að sjálfsögðu á útopnu
Binni Morgan fékk að taka í hjólið hjá Ragga og var rétt svo að ráða við tryllitækið
Binni Morgan fékk að taka í hjólið hjá Ragga og var rétt svo að ráða við tryllitækið
Helgi Már og Gulli Karls. Yfirkennarar ökuskóla VÍK
Helgi Már og Gulli Karls. Yfirkennarar ökuskóla VÍK
Það er rosalega gaman að sjá yngstu ökumennina, þvílík ákveðni og allir vilja gera eins og kennararnir segja þeim.
Það er rosalega gaman að sjá yngstu ökumennina, þvílík ákveðni og allir vilja gera eins og kennararnir segja þeim.

Eins og allir vita er Keli formaður gríðarlega upptekinn maður, enda mikið að gera í að sjátil þess að allt gangi upp í okkar frábæra félagi, já svo mikið að honum hafði ekki gefist tími til að fara yfir hjólið  hjá stráknum fyrir æfinguna. Betra seint en aldrei :)
Eins og allir vita er Keli formaður gríðarlega upptekinn maður, enda mikið að gera í að sjá til þess að allt gangi upp í okkar frábæra félagi, já svo mikið að honum hafði ekki gefist tími til að fara yfir hjólið hjá stráknum fyrir æfinguna. Betra seint en aldrei 🙂

2 hugrenningar um “Mikið fjör um helgina”

  1. Já þessi helgi búin að vera mjöög góð miða við árstíma, Bolalda var í frábæru standi á laugardaginn og núna í dag bara í þokkalegu standi.

    og vona að það komi aftur svona helgi, annars bara naglana á!

Skildu eftir svar