Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Eins og reglur gera ráð fyrir, þá þarf að skoða öll keppnistæki og búnað á keppnisdegi.
Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.   Hér fyrir neðan er smá samantekt á því sem keppendur verða að hafa klárt þegar mætt er til skoðunar.

Þeir sem ekki eru orðnir fullra 18 ára verða að skila inn þátttökutilkynningu með undirritun forráðamans.  Hafið hana tilbúna þegar komið er með hjól í skoðun.  Þátttökutilkynningu má finna og prenta út á www.msisport.is (sjá ‘Reglur’).

Kynntu þér þessi atriði vel svo ekki komi til einhvers konar vandræða á keppnisdegi – nóg er nú stressið samt 😉

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Keppendur mæti með DAUTT á hjólum til skoðunar!

Pappírsmál þurfa að vera í lagi áður en hjól fæst skoðað:
– Ökuskírteini, Félagsskírteini, Tryggingar.
– Yngri en 18 ára með undirritaða þátttökuyfirlýsingu frá forráðamanni.

Keppandi mæti með hjálm til skoðunar sem þarf að uppfylla reglur og vera óskemmdur!

Svo er það hjólið – það helsta:
– Mæta með hreint hjól í skoðun
Keppnisnúmer á hjóli, vel stór og nógu varanleg. (..ekki eitthvað “tape” dót )
Gjarðir (ekki skakkar) og allir teinar í lagi (herða lausa teina)
Bremsur í lagi (munið að prófa eftir dekkjaskiptingar)
Hjólalegur í lagi (farið vel yfir frágang á framöxli)
Standpetalar falli liðlega upp og niður
Handföng:  Bremsu- og kúplingshandföng óbrotin og ekki með skörpum endum
Bretti í lagi.
Hljóðkútur virkur! (..stikkprufur teknar í sumar…farið verður eftir lágmörkum! )

Góða skemmtun! ;-)

Skoðunarteymi VÍK

Skildu eftir svar