Vefmyndavél

Íslandsmeistarar krýndir

Nú stendur yfir síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi í Bolaöldu. Nú þegar er ljóst um flesta Íslandsmeistarara ársins og má hér nefna nokkra: Guðmundur Kort í 85cc flokki, Bjarki Sigurðsson í MX-Unglinga, Aníta Hauksdóttir í MX-Kvenna og Aron Ómarsson í MX-Open. Aron náði aðeins fimmta sæti í fyrsta motoinu eftir að hafa dottið a.m.k. tvisvar. Hann hefur því 53 stiga forystu á Einar Sigurðarson en aðeins 50 stig eru í boði. Gunnlaugur Karlsson sigraði fyrsta motoið, Eyþór Reynisson var annar, Einar Sigurðarson þriðji og Kári Jónsson fjórði.

Uppfærsla: Aron vann annað motoið en Eyþór var annar. Eyþóri nægir annað sætið í þriðja motoinu til að vinna daginn.

2 comments to Íslandsmeistarar krýndir

  • KTM

    Eyþór varð annar í síðasta motoinu eftir svaka báráttu við Aron um annað sætið. Einar púki var fyrstur í síðasta motoinu.

    úrslitin urðu Eyþór, Einar og Aron

  • dude

    snilld að sjá litla gaurinn taka þetta:)
    Virkilega gaman að sjá hann og Aron takast á þarna í 3 moto.

Leave a Reply