Tæpur sólahringur til stefnu – skráningarfrestur rennur út í kvöld…

Viljum árétta það, þar sem svo margir virðast alltaf bíða með það fram á síðustu stundu eða hreinlega gleyma því, að skráning rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 21 júlí fyrir þriðju umferð Íslandsmeistaramótsins í motocrossi.  Eitthvað hefur verið um það að fólk gleymir aðgangsorði sínu eða lendir í veseni og þá er oft of seint í rassinn gripið og lítið hægt að gera til að bjarga málunum.  Þannig að betra er að skrá sig í tíma, ef eitthvað skyldi koma upp á, svo hægt er fyrir viðkomandi að leita til MSÍ eða síns félags ef þeir lenda í vandræðum með sjálfa skráninguna.

Skildu eftir svar