Unglingadagur VÍR

Bráðskemmtilegur unglingadagur VÍR var haldin í blíðskaparveðri í Sólbrekku 18 júlí s.l..
Klukkan 12.30 var haldin útsláttarkeppni í motorcrossbrautinni þar sem 2 keppendur keyrðu brautina í einu. Eftir skemmtileg tilþrif keppenda enduðu þeir Aron Rossen og Guðmundur Kort Nikulásson í úrslitum, stóð Guðmundur Kort upp sem sigurvegari í þeirri keppni.

Eftir útsláttarkeppnina var svo haldin “Móakeppni” þar sem keppendur keyrðu brautina á sem skemmstum tíma.
Úrslit urðu þessi:
1. Kristján Daði Ingþórsson,
2 Sigurður Freyr Sigurðsson
3. Aron Rossen.

Svo var öllum keppendum og áhorfendum boðið upp á grill á eftir verðlauna afhendingu.
Stjórn VÍR vill þakka öllum keppendum, áhorfendum og þeim sem hjálpuðu til við að gera þennan dag svo skemmtilegan.
Fleiri myndir koma svo í vikunni í myndaalbúmið okkar á www.vir.is

Kveðja
VÍR

Skildu eftir svar