Blautri miðnæturkeppni lokið – verðlaunaafhending og grill í dag kl. 17!

Áttunda Transatlantic Off-road keppnin var haldin í gær í Bolaöldu og er óhætt að segja að veðrið hafi leikið aðalhlutverkið í þetta sinn. Tæplega 200 manns voru skráðir til þátttöku í ár og búið var að leggja mjög skemmtilega braut um svæðið. Eftirvæntingin var því talsverð enda lá brautin í fyrsta sinn upp í Jósepsdal í sandi og grasi. Veðurspáin gekk ekki alveg eftir og stíf suðaustanátt og þétt rigning sem ágerðist eftir því sem leið á kvöldið bleytti vel í brautinni og keppendum. Þegar leið á var brautin orðin mjög erfið og drulla og lítið skyggni farið að setja mark sitt á keppendur og starfsmenn. Ákvörðun var því tekin að stoppa keppnina fyrr eða um kl. 11 og verður verðlaunaafhending og hamborgaragrill a l Katoom haldið kl. 17 í dag sunnudag í Bolaöldu.

Úrslit birtast á vefnum fljótlega. VÍK óskar öllum sigurvegurum keppninnar til hamingju með árangurinn og einnig öllum keppendum sem tóku þátt og sigruðust á veðrinu og sjálfum sér. VÍK þakkar öllum keppendum fyrir góða keppni og öllum  þeim fjölmörgu starfsmönnum sem gerðu keppnina mögulega – takk fyrir daginn og skemmtunina.

Úrslitin eru svo hér:

Heildarúrslit

Millitímar

Hringir

Flokkar

Bestu millitímar

Skildu eftir svar