Vefmyndavél

Númeraskipti 2009

Þeir keppendur sem skoruðu stig í öllum keppnum í MX eða Enduro árið 2008 geta sótt um 2 stafa númer fyrir árið 2009. Laus 2 stafa númer eru eftirfarandi, 18, 19, 25, 29, 36, 41, 45, 48, 49, 54. 55, 59, 60, 67, 68, 82, 83, 86, 89, senda skal póst á kg@ktm.is merkt „númeraskipti“ tilgreina skal gamalt númer keppanda og númer sem óskað er eftir auk númers til vara.

Keppendur sem náðu stigum í einhverjum MX eða Enduro keppnum 2008 geta sótt um númer frá 101-500. Meðal lausra númera eru 104, 105, 106, 107, 108, 113, 118. auk fleiri númera. Senda skal póst á kg@ktm.is merkt „númeraskipti“ tilgreina skal gamalt númer keppanda og númer sem óskað er eftir auk númers til vara.

Hægt er að sækja um númeraskipti til miðnættis 8. maí. 2009 eftir það er númeraskiptum fyrir keppnistímabilið 2009 lokið.

2 comments to Númeraskipti 2009

  • hinrik727

    Hvernig er það, ef að maður vill halda gamla númerinu þarf maður að gera eitthvað eða er maður bara öruggur með númerið?

  • theDude

    það hlýtur að vera nóg að gera ekki neitt. Maður heldur númerinu sínu ef maður hefur keppt í sumar eða fyrrasumar (og kárað keppni)

Leave a Reply